Fótbolti

Fimm ára samningur hjá Elíasi: Spennandi markvörður með góðan íþróttabakgrunn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Rafn eftir að hafa krotað undir samninginn.
Elías Rafn eftir að hafa krotað undir samninginn. mynd/heimasíða FC Midtjylland
Elías Rafn Ólafsson skrifaði í gær undir fimm ára samning við Midtjylland eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi. Markverðinum stóra og stæðilega hlakkar til að takast á við ný verkefni í nýju landi.

„Ég var ánægður þegar ég heyrði af áhuga frá Midtjylland. Það er frábært að æfa og bæta sig hér þar sem á sama tíma þú keppir um titla, bæði í Danmörku og Evrópu,” sagði markvörðurinn í samtali við heimasíðu Midtjylland.

„Ég reikna með að við munum keppa um titla í deildinni og einnig spila spennandi leiki í Evrópu. Mín stærsta fyrirmynd er Thibaut Courtois sem ég fylgdist síðast með á HM. Það væri draumur að feta í hans fótspor og spila stóra leiki á alþjóða vettvangi.”

Markmannsþjálfari Midtjylland, Lasse Heinze, mun vinna náið með Elíasi en honum lýst vel á íslenska markvörðinn og talar um hvernig góður íþróttabakgrunnur Elíasar getur hjálpað honum.

„Elías er stór markvörður með góðan sprengikraft. Hann spilaði blak og hann hefur íþróttalega færni sem getur hjálpað honum í fótboltanum. Það verður gífurlega spennandi að vinna með honum,” sagði Lasse.

„Elías mun berjast um spiltíma í U19 ára liðinu. Hann er spennandi markvörður sem hefur staðið sig vel er hann hefur komið hingað og æft og spilað með Midtjylland,” bætti Flemming Broe yfirmaður akademíunnar í Midtjylland við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×