Lífið

Apple kynnir ný tjákn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Alþjóðlegi dagur tjáknana (e.Emoji) er í dag
Alþjóðlegi dagur tjáknana (e.Emoji) er í dag Vísir/Getty
Alþjóðlegi dagur tjáknana (e. Emoji) er í dag. Í tilefni af þessum degi hefur Apple gefið út myndir af nýjum tjáknum sem snjallsímanotendur geta farið að nota von bráðar. Hægt verður að nota tjáknin seinna á þessu ári í iOS tækjum. Eitthvað er af nýjum tjáknum en þar má kannski helst nefna ný ofurhetju tjákn.

Mikið af tjáknunum sem bætt hefur verið við er til þess að koma auka fjölbreytni og koma til móts við fleiri notendur. Meðal nýju tjáknanna er páfagaukur, kengúra, humar, páfugl, mánakaka (e.Moon cake), mangó og kálhaus.

Eins er búið að bæta við hárgreiðslur og stíla fyrri tjákna en nú geta þeir verið með rautt, hvítt og krullað hár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×