Maradona mætti til starfa í Hvíta-Rússlandi með pompi og prakt Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. júlí 2018 08:00 Maradona mættur til starfa í Hvíta-Rússlandi vísir/getty Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur hafið störf sem formaður Dynamo Brest en hann undirritaði þriggja ára samning við félagið við hátíðlega athöfn í gær. Dynamo Brest spilar í Hvíta-Rússlandi og hefur aldrei unnið efstu deildina þar í landi. Félagið hefur glímt við fjárhagsörðugleika á undanförnum árum og var með naumindum bjargað frá gjaldþroti fyrir tveimur árum síðan. Nú stendur til að reisa félagið við og er Maradona ætlað að leiða það verkefni en fjárfestar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum keyptu Dynamo Brest nýverið. Síðasta starf Maradona var einmitt í furstadæmunum þar sem hann þjálfaði lið Al Fujairah. Maradona mætti til Hvíta-Rússlands í gær með pompi og prakt en hann kom á einkaþotu frá Rússlandi þar sem hann hefur fylgst náið með Heimsmeistarakeppninni á undanförnum vikum. What an entrance Diego Maradona has arrived in Belarus for his new job!Read: https://t.co/ouCfVxyHMw pic.twitter.com/rvc4PFHh5T— BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2018 Maradona mun flytja til BrestMaradona fékk alvöru móttökur í Brestvisir/gettyMaradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og hann fékk svo sannarlega alvöru móttökur þegar hann mætti til Brest í gær. „Ég hræðist ekki áskoranir. Ég hræðist ekki alvarleg verkefni og fólkinu hér virðist vera mjög alvara með þetta verkefni. Ég þurfti á áskroun að halda, mikilvægu verkefni til að sýna að ég hætti aldrei að vinna,“ sagði Maradona á blaðamannafundi við komuna til Brest. „Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem veitir mér þetta tækifæri og við ætlum að endureisa trú fólks á liðinu. Við munum byggja upp frábært lið og veita krökkum tækifæri til að koma úr akademíunni og verða að góðum knattspyrnumönnum,“ sagði Maradona einnig. Tæplega 350 þúsund manns búa í Brest sem stendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands og mun Maradona lifa og starfa í borginni. „Sú staðreynd að Diego muni búa í Brest fær okkur til að trúa að fólk frá öllum heimshornum muni koma og horfa á liðið okkar spila,“ sagði Viktor Radkov, stjórnarformaður Dynamo Brest þegar Maradona var kynntur til sögunnar. Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur hafið störf sem formaður Dynamo Brest en hann undirritaði þriggja ára samning við félagið við hátíðlega athöfn í gær. Dynamo Brest spilar í Hvíta-Rússlandi og hefur aldrei unnið efstu deildina þar í landi. Félagið hefur glímt við fjárhagsörðugleika á undanförnum árum og var með naumindum bjargað frá gjaldþroti fyrir tveimur árum síðan. Nú stendur til að reisa félagið við og er Maradona ætlað að leiða það verkefni en fjárfestar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum keyptu Dynamo Brest nýverið. Síðasta starf Maradona var einmitt í furstadæmunum þar sem hann þjálfaði lið Al Fujairah. Maradona mætti til Hvíta-Rússlands í gær með pompi og prakt en hann kom á einkaþotu frá Rússlandi þar sem hann hefur fylgst náið með Heimsmeistarakeppninni á undanförnum vikum. What an entrance Diego Maradona has arrived in Belarus for his new job!Read: https://t.co/ouCfVxyHMw pic.twitter.com/rvc4PFHh5T— BBC Sport (@BBCSport) July 16, 2018 Maradona mun flytja til BrestMaradona fékk alvöru móttökur í Brestvisir/gettyMaradona er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður sögunnar og hann fékk svo sannarlega alvöru móttökur þegar hann mætti til Brest í gær. „Ég hræðist ekki áskoranir. Ég hræðist ekki alvarleg verkefni og fólkinu hér virðist vera mjög alvara með þetta verkefni. Ég þurfti á áskroun að halda, mikilvægu verkefni til að sýna að ég hætti aldrei að vinna,“ sagði Maradona á blaðamannafundi við komuna til Brest. „Ég ber mikla virðingu fyrir fólkinu sem veitir mér þetta tækifæri og við ætlum að endureisa trú fólks á liðinu. Við munum byggja upp frábært lið og veita krökkum tækifæri til að koma úr akademíunni og verða að góðum knattspyrnumönnum,“ sagði Maradona einnig. Tæplega 350 þúsund manns búa í Brest sem stendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands og mun Maradona lifa og starfa í borginni. „Sú staðreynd að Diego muni búa í Brest fær okkur til að trúa að fólk frá öllum heimshornum muni koma og horfa á liðið okkar spila,“ sagði Viktor Radkov, stjórnarformaður Dynamo Brest þegar Maradona var kynntur til sögunnar.
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sjá meira