Fótbolti

Elías Rafn skrifar undir hjá dönsku meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elías Rafn er hann skrifaði undir nýjan samning við Blika á síðasta ári.
Elías Rafn er hann skrifaði undir nýjan samning við Blika á síðasta ári. mynd/breiðablik
Breiðablik hefur selt Elías Rafn Ólafsson til ríkjandi meistarana í Danmörku, FC Midtjylland, en Blikar sendu út tilkynningu þess efnis í kvöld.

Elias er ungur og efnilegur markvörður sem er fæddur árið 2000. Hann hefur verið viðloðandi meistaraflokk  Breiðablik þrátt fyrir ungan aldur en var í láni hjá FH á síðustu leiktíð.

Þar spilaði hann með öðrum flokki félagsins og æfði með meistaraflokki FH en hann á þrjá landsleiki fyrir undir sautján ára landslið Íslands.

Elías fór á síðasta ári á reynslu til félagsins. Hann fór með liðinu til Abu Dhabi á síðasta ári og æfði með liðinu. Þar hefur hann heillað forráðamenn liðsins.

„Blikar óska Elíasi til hamingju með þennan áfanga og um leið velfarnaðar á nýjum slóðum. Það verður gaman að fylgjast með okkar manni hjá dönsku meisturunum,” segir í tilkynningu frá Blikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×