Norski vegvísirinn Ragna Sif Þórsdóttir skrifar 17. júlí 2018 07:00 Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Af hverju vilja laxeldisfyrirtæki á Íslandi margfalda framleiðslu sína með aðferðum sem liggur fyrir að norsk fyrirtæki telja ekki geta gengið til framtíðar? Norsk Industry (NI) birti árið 2017 vegvísi fyrir fiskeldisgeirann þar sem mörkuð er sú metnaðarfulla stefna að norsk laxeldisframleiðsla verði „skilvirkasta og náttúruvænsta próteinframleiðsla í heiminum“. NI eru samtök iðnaðarins í Noregi og eru öll helstu fiskeldisfyrirtæki landsins aðilar að samtökunum. Samkvæmt norska vegvísinum er markmiðið að fyrir árið 2030 verði ekkert strok fiska úr eldiskvíum, engin laxalús í kvíum og úrgangur sem fellur til við eldið verður endurunninn. Í vegvísinum kemur fram að lögð verður áhersla á öfluga þróun á aðferðum sem tryggja dýravelferð og að framleiðsluaðferðir verði sjálfbærar þar sem lífríkið og umhverfi verði í forgangi fremur en vöxtur greinarinnar. Ísland er í einstakri stöðu til að leggja sambærilegar línur strax með skýrum hætti í lögum um fiskeldi. Í greinargerð með frumvarpi sem Alþingi tók til meðferðar á vordögum kemur fram sú góða sýn að lögin eigi að „stuðla að ábyrgu fiskeldi, þar sem sjálfbær þróun og vernd lífríkis er höfð að leiðarljósi á grundvelli vísinda og rannsókna“. Því miður skortir mikið upp á að þessi markmið séu útfærð í lagatextanum sjálfum. Úr því verður að bæta. Vissulega eru opnar sjókvíar ódýrasti kosturinn þegar koma á eldi af stað, en þær eru líka hvarvetna til vandræða út af stórfelldri mengun, laxalús og sjúkdómum sem höggva stór skörð í eldisdýrin og ættu fyrir vikið að vera óásættanleg aðferð við ábyrga matvælaframleiðslu. Það er fráleit tímaskekkja að Ísland ætli að hefja stórfellt iðnaðareldi á laxi með aðferðum sem unnið er við að leggja af annars staðar. Fiskeldi í opnum sjókvíum er enn tiltölulega lítið að umfangi hér við land. Við eigum að tryggja að vöxtur þess verði í sátt við umhverfi og lífríki landsins. Ekki má taka áhættu á óafturkræfum umhverfisspjöllum með úreltum aðferðum í fiskeldi. Nýta þarf nýjustu tækni og landeldi til að lágmarka umhverfisáhrif.Höfundur er í stjórn Icelandic Wildlife Fund
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun