Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júlí 2018 16:30 Forsetarnir tveir virtust ánægðir með fundinn. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir hittust á maraþonfundi fyrr í dag og ræddu við fjölmiðlamenn eftir fundinn. Fundi forsetanna tveggja í Helsinki hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur ríkt talsverð spenna í samskiptum ríkjanna undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og að slíkt hafi verið gert í mögulegu samráði við forsetaframboð Trumps.Þrátt fyrir að fundur þeirra hafi ekki byrjað fyrr en klukkutíma á eftir áætlun ræddust Trump og Pútín einslega við, ásamt túlkum, í yfir tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja.Pres Putin presents Pres Trump with soccer ball from the World Cup games hosted by Russia, since US, Canada and Mexico hosting 2026 games. Pres tosses the ball to the First Lady, saying it goes to his son Barron. pic.twitter.com/35uQidmlUz— Mark Knoller (@markknoller) July 16, 2018 Sammála um að ekkert samráð hafi átt sér stað Á blaðamannafundi eftir viðræðurnar voru forsetarnir tveir sammála um að fundur þeirra hafi verið mikilvægt skref í átt að betri samskiptum ríkjanna. „Samskipti ríkjanna hafa aldrei verið verri en núna, en það hefur breyst frá og með fjórum tímum síðan,“ sagði Trump en áður en fundurinn hófst tísti Trump um að samskiptin hafi verið afar slæm að undanförnu, sem rekja mætti til „heimsku“ fyrri stjórnvalda Bandaríkjanna sem og rannsóknar Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Sú rannsókn var helsta viðfangsefni blaðamannafundarins og sagði Trump að stór hluti viðræðna hans og Pútín hefðu snúist um hana og þær ásakanir sem settar hafa verið fram um afskipti Rússa af kosningunum. Voru forsetarnir sammála um það að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Rússlands og framboðs Trumps. „Ekkert samráð,“ sagði Trump aftur og aftur auk þess sem hann bætti við að rannsókn Muellers hafi verið „skelfileg“ fyrir Bandaríkin. Þá sagði Trump einnig að Pútín hefði sterkar skoðanir á ásökununum og hefði jafnvel komið með „áhugaverða hugmynd“ í tengslum við þær, án þess þó að nánar væri farið yfir í hverju sú hugmynd hafi falist.Einn var snúinn niður og fylgt út af blaðamannafundinum áður en forsetarnir mættu. Var hann með skilti sem á stóð: Samningur um bann við kjarnavopnum.Vísir/GettyHló að spurningu um hvort Rússar ættu eitthvað sem kæmi sér illa fyrir Trump Þá þvertók Pútín fyrir að Rússar hafi staðið að baki afskiptum af kosningnum. „Ég verð að endurtaka það sem ég hef áður sagt, meðal annars í samræðum mínum við í forsetanum. Rússland skipti sér ekki af stjórnmálum í Bandaríkjunum, þar með talið af kosningunum,“ sagði Pútín sem viðurkenndi þó að hann hafi haldið með Trump í forsetakosningunum á þeim grundvelli að Trump hafi verið sá frambjóðandi sem hafi viljað bæta samskipti við Rússa.Þá var Trump einnig spurður um hvort að hann tryði frekar Pútín, eða mati eigin njósna- og lögreglustofnanna um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Svaraði hann spurningunni ekki beint en bætti þó við að þar sem Pútín hafi sagt að Rússar hafi ekki verið að verki, sæi hann enga ástæðu til þess að trúa honum ekki.Fundinum lauk með að Pútín var spurður út í það hvort að hann eða rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump,líkt og haldið var fram á síðasta ári.Hló Pútín að spurningunni en það vakti athygli viðstaddra að hann neitaði því ekki að búa yfir slíku efni.„Ég hef heyrt þessa orðróma. Þegar Trump heimsótti Moskvu þá vissi ég ekki einu sinni að hann væri í Moskvu. Það sagði mér enginn að hann væri í Moskvu. Það er best að gleyma þessum staðhæfingum,“ sagði Pútín. Undir þetta tók Trump sem átti lokaorðið á fundinum.„Það væri löngu komið út,“ sagði Trump að lokum um hvort að Rússar væru með eitthvað sem myndi líta illa út fyrir hann.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. Þeir hittust á maraþonfundi fyrr í dag og ræddu við fjölmiðlamenn eftir fundinn. Fundi forsetanna tveggja í Helsinki hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda hefur ríkt talsverð spenna í samskiptum ríkjanna undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um að Rússar hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og að slíkt hafi verið gert í mögulegu samráði við forsetaframboð Trumps.Þrátt fyrir að fundur þeirra hafi ekki byrjað fyrr en klukkutíma á eftir áætlun ræddust Trump og Pútín einslega við, ásamt túlkum, í yfir tvo tíma. Að þeim viðræðum loknum hittu þeir utanríkisráðherra ríkjanna tveggja ásamt öðrum embættismönnum í mjög síðbúnum hádegismat þar sem farið var yfir efni viðræðna forsetanna tveggja.Pres Putin presents Pres Trump with soccer ball from the World Cup games hosted by Russia, since US, Canada and Mexico hosting 2026 games. Pres tosses the ball to the First Lady, saying it goes to his son Barron. pic.twitter.com/35uQidmlUz— Mark Knoller (@markknoller) July 16, 2018 Sammála um að ekkert samráð hafi átt sér stað Á blaðamannafundi eftir viðræðurnar voru forsetarnir tveir sammála um að fundur þeirra hafi verið mikilvægt skref í átt að betri samskiptum ríkjanna. „Samskipti ríkjanna hafa aldrei verið verri en núna, en það hefur breyst frá og með fjórum tímum síðan,“ sagði Trump en áður en fundurinn hófst tísti Trump um að samskiptin hafi verið afar slæm að undanförnu, sem rekja mætti til „heimsku“ fyrri stjórnvalda Bandaríkjanna sem og rannsóknar Roberts Muellers á meintum afskiptum Rússa af kosningum í Bandaríkjunum. Sú rannsókn var helsta viðfangsefni blaðamannafundarins og sagði Trump að stór hluti viðræðna hans og Pútín hefðu snúist um hana og þær ásakanir sem settar hafa verið fram um afskipti Rússa af kosningunum. Voru forsetarnir sammála um það að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli Rússlands og framboðs Trumps. „Ekkert samráð,“ sagði Trump aftur og aftur auk þess sem hann bætti við að rannsókn Muellers hafi verið „skelfileg“ fyrir Bandaríkin. Þá sagði Trump einnig að Pútín hefði sterkar skoðanir á ásökununum og hefði jafnvel komið með „áhugaverða hugmynd“ í tengslum við þær, án þess þó að nánar væri farið yfir í hverju sú hugmynd hafi falist.Einn var snúinn niður og fylgt út af blaðamannafundinum áður en forsetarnir mættu. Var hann með skilti sem á stóð: Samningur um bann við kjarnavopnum.Vísir/GettyHló að spurningu um hvort Rússar ættu eitthvað sem kæmi sér illa fyrir Trump Þá þvertók Pútín fyrir að Rússar hafi staðið að baki afskiptum af kosningnum. „Ég verð að endurtaka það sem ég hef áður sagt, meðal annars í samræðum mínum við í forsetanum. Rússland skipti sér ekki af stjórnmálum í Bandaríkjunum, þar með talið af kosningunum,“ sagði Pútín sem viðurkenndi þó að hann hafi haldið með Trump í forsetakosningunum á þeim grundvelli að Trump hafi verið sá frambjóðandi sem hafi viljað bæta samskipti við Rússa.Þá var Trump einnig spurður um hvort að hann tryði frekar Pútín, eða mati eigin njósna- og lögreglustofnanna um að Rússar hafi haft afskipti af kosningunum. Svaraði hann spurningunni ekki beint en bætti þó við að þar sem Pútín hafi sagt að Rússar hafi ekki verið að verki, sæi hann enga ástæðu til þess að trúa honum ekki.Fundinum lauk með að Pútín var spurður út í það hvort að hann eða rússnesk yfirvöld hefðu í sínum fórum einhvers konar efni sem gæti litið illa út fyrir Trump,líkt og haldið var fram á síðasta ári.Hló Pútín að spurningunni en það vakti athygli viðstaddra að hann neitaði því ekki að búa yfir slíku efni.„Ég hef heyrt þessa orðróma. Þegar Trump heimsótti Moskvu þá vissi ég ekki einu sinni að hann væri í Moskvu. Það sagði mér enginn að hann væri í Moskvu. Það er best að gleyma þessum staðhæfingum,“ sagði Pútín. Undir þetta tók Trump sem átti lokaorðið á fundinum.„Það væri löngu komið út,“ sagði Trump að lokum um hvort að Rússar væru með eitthvað sem myndi líta illa út fyrir hann.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20