Segir að ekki megi mikið út af bregða svo hætta skapist á Landspítalanum vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:32 Alma D. Möller, landlæknir, lýsir miklum áhyggjum af stöðunni í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Stöð 2/Aðsend Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Alma D. Möller, landlæknir, segir í yfirlýsingu á vef embættisins að staðan í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins sé alvarleg og mikið áhyggjuefni. Hún segir aðstæðurnar sem nú séu uppi á Landspítalanum fordæmalausar. Óásættanlegt sé að tvær vikur líði á milli fundanna í deilunni og segir landlæknir brýnt að samninganefndir ljósmæðra og ríkisisn setjist saman við samningaborðið, gjarnan með aðkomu ríkissáttasemjara, og nefndirnar standi ekki upp fyrr en búið sé að höggva á hnútinn og leysa deiluna. Í yfirlýsingu landlæknis kemur fram að embætti hafi fylgst með starfseminni á Landspítalanum en þar var gripið til aðgerðaáætlunar fyrr í mánuðinum vegna uppsagna ljósmæðra á meðgöngu-og sængurlegudeild.„Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður“ „Ljóst er að vandasamt er að skipuleggja starfsemina þannig að þjónustan skerðist sem minnst og að öryggis skjólstæðinga sé gætt eins og frekast er unnt. Það hefur þó gengið vonum framar og ber að þakka vandaðri og ítarlegri aðgerðaáætlun Landspítalans og góðri samvinnu milli deilda spítalans. Þá hefur samvinna við aðra þjónustuaðila og stofnanir utan Landspítalans verið til fyrirmyndar og aðdáunarvert hvernig allir hjálpast að,“ segir í yfirlýsingunni. Á meðal þess sem felst í aðgerðaáætlun spítalans vegna ástandsins er að útskriftum hraustra mæðra og nýbura er flýtt auk þess sem valkvæðum keisaraaðgerðum og fleiri verkefnum er beint á sjúkrahúsin á Akranesi og Akureyri og á aðrar stofnanir. „Að sögn starfsmanna hafa konur tekið slíku af yfirvegun og ljóst að þær sýna aðstæðum mikinn skilning. Þeim, sem og öllum þeim starfsmönnum sem þurfa að starfa við þessar fordæmalausu aðstæður ber að þakka. Landlæknir telur þó mikilvægt að brýna fyrir konum að þær hiki ekki við að leita eftir þjónustu á Landspítala ef þörf krefur þannig að þær séu ekki, af tillitssemi vegna stöðunnar, sjálfar að meta aðstæður sem þær hafa ekki forsendur til að meta,“ segir í yfirlýsingunni. Þá kemur þar jafnframt fram að það sé mat landlæknis að ekki meig mikið út af bregða til að hætta skapist: „Það er mat Embættis landlæknis að ekki megi mikið út af bregða til að hætta skapist. Ekki er vitað hvenær næsti álagstoppur kemur - en slíkir toppar koma. Aldrei er hægt að sjá alla hluti fyrir, það er hið óvænta sem er mesta áskorunin fyrir starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu. Augljóst er að róðurinn þyngist sífellt eftir því sem tíminn líður. Bæði þreytast þeir sem þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu auk þess andlega álags sem fylgir slíkum aðgerðum, slíkt skal ekki vanmeta. Landlæknir hefur því mikinn skilning á því að fólk finni til vanmáttar og að stjórnendur Landspítala telji erfitt að tryggja öryggi nægjanlega vel við þessar erfiðu aðstæður. Því er nauðsynlegt að samningsaðilar leysi þessa deilu sem allra, allra fyrst.“Nánar má lesa um yfirlýsinguna á vef embættis landlæknis.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28