Bein útsending: Trump og Pútín ræða við fréttamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. júlí 2018 13:19 Trump og Pútín tókust í hendur og ræddu stuttlega við fréttamenn fyrir fund þeirra. Vísir/Getty Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Áætlað er að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, muni ræða við fréttamenn að loknum fundi þeirra í Helsinki sem hófst fyrir hádegi að íslenskum tíma. Horfa má á beina útsendingu frá fundinum að neðan auk þess sem að fylgst verður með honum í beinni textalýsingu. Fundi forsetanna hefur verið beðið með talsverðri eftirvæntingu enda talsverð spenna á milli ríkjanna tveggja, ekki síst í ljósi ásakana um að Rússar hafi skipt sér af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Trump kom til Helsinki í morgun en Pútín lenti hins vegar ekki í Helsinki fyrr en um klukkan 10 að íslenskum tíma í morgun og seinkaði fundinum af þeim ástæðum. Því má jafn vel búast við því að blaðamannafundinum seinki eitthvað, en samkvæmt áætlun á hann að hefjast klukkan 13.50 að íslenskum tíma. Líkt og fyrr segir má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan og þar fyrir neðan verður því sem þar fram kemur lýst í beinni textalýsingu.
Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00 Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ekki miklar væntingar til fundarins við Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Helsinki í gær, þar sem hann heldur á fund Vladimírs Pútín Rússlandsforseta sem fram fer í dag. 16. júlí 2018 06:00
Pútín lét Trump bíða eftir sér Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, lét bandaríska starfsbróður sinn bíða eftir sér í Helsinki í morgun. 16. júlí 2018 10:20