Ásdís himinlifandi með að hafa tapað Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2018 10:58 Ásdís Hjálmsdóttir gleðst yfir því að framtíðin sé björt. vísir/anton brink Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir, Ólympíufari og Íslandsmethafi í spjótkasti, vann tvenn gullverðlaun og eitt silfur á 92. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Hún átti í engum vandræðum með að rúlla upp keppinautum sínum í spjótkastinu, sinni sterkustu grein, en Ásdís kastaði lengst 57,74 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir varð önnur með kast upp á 42,80 metra. Ekki mikil samkeppni þar. Ásdís bar einnig sigur úr býtum í kúluvarpi. Hún varpiaði kúlunni lengst 15,11 metra en fékk samkeppni frá Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur úr ÍR sem kastaði 14,44 metra. Thelma Lind Kristjánsdóttir, 21 árs gömul stúlka úr ÍR, varð þriðja með kast upp á 13,28 metra. Thelma Lind gerði sér svo lítið fyrir og lagði kastdrottningu Íslands í kringlukastinu. Hún kastaði lengst 49,85 metra í fjórða kasti en Ásdís kom kringlunni ekki lengra en 48,18 metra í fimmta kasti og gerði ógilt í síðasta kasti sínu. Ásdís Hjálmsdóttir er mikil keppnismanneskja og segir í pistli á Facebook-síðu sinni að hún ætlaði sér þrjú gull en hún fagnar því að fá loksins alvöru samkeppni. Hún er orðin þreytt á því að vita litinn á medalíunum sínum áður en hún mætir til leiks hér heima. „Ég veit ekki hversu margar svona [medalíur] ég hef unnið á ævinni en ég er nokkuð viss um að þetta silfur í kringlukastinu sé mín uppáhalds. Hún er uppáhaldið því hún táknar framtíðina,“ segir Ásdís. „Ég fékk áhugaverða spurningu í dag sem varð til þess að ég ritaði þessa færslu. Ég var spurð hvort ég væri pirruð yfir því að tapa. Þvert á móti er ég ánægð. Ég er ánægð með að samkeppnin er orðin svo mikil að ég tapaði ekki gullinu. Ég vann silfrið! Það sýnir hversu björt framtíðin er fyrir Frjálsíþróttasambandið.“ Ásdís viðurkennir að Thelma hafi einfaldlega verið betri en hún í kringlukastinu og hafi átt gullverðlaunin skilið. „Í íþróttum er gott að vita að það er jafngott að vita hvernig á að tapa eins og það er að vita hvernig á að vinna. Svo má ekki gleyma að ég er spjótkastari eftir allt saman,“ segir Ásdís Hjálmsdóttir. Næst á dagskrá hjá Ásdísi er Evrópumeistaramótið í Berlín sem fram fer 7.-12. ágúst en Ásdís virðist öll vera að koma til eftir erfið meiðsli og toppar vonandi í Berlín í næsta mánuði. Tæpur tveimur vikum áður en hún mætti á Meistaramótið kastaði hún 60,34 metra á móti erlendis. Íslandsmet hennar er 63,43 metrar en það setti hún í fyrra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Sjá meira