Tiana Ósk og Jóhann Björn tóku fyrsta sætið | Ásdís langefst Dagur Lárusson skrifar 14. júlí 2018 17:00 Tiana Ósk hefur verið nánast óstöðvandi á þessu ári. vísir/Anton Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Meistaramótið í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðakróki um helgina en nokkrum greinum er þegar lokið. Í riðlakeppninni fyrr í morgun í 100 metra hlaupi kvenna fór Tiana Ósk Whitworth úr ÍR með sigur af hólmi en hún hljóp á tímanum 12,07 sekúndum. Í öðru sæti var Hrafnhildur Eir Hermóðsdóttir einnig úr ÍR en tími hennar var 12,10 sekúndum. Andrea Torfadóttir úr FH tók þriðja sætið. Það var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr UMSS sem var manna fljótastur í sömu grein karlameginn en hann hljóp á 10,69 sekúndum. Ívar Kristinn Jasonarsonúr ÍR tók annað sætið og Dagur Andri Einarsson úr FH tók þriðja sætið. Í úrslitum í langstökki kvenna var það Hafdís Sigurðardóttir úr UFA sem bar sigur úr býtum en hún stökk 6,30 metra í sinni annari tilraun. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðablik hreppti annað sætið en hún stökk 6,04 metra og Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik tók þriðja sætið. Það var Ari Sigþór Eiríksson úr Breiðablik sem fór með sigur af hólmi í langstökki karla en hann stökk 7,07 metra. Ingi Rúnar Kristinsson úr Breiðablik, sem átti besta stökkið í lengst af, stökk 6,84 metra og tók annað sætið á meðan Juan Ramos Borges Bosque, einnig úr Breiðablik, tók þriðja sætið. Í úrslitum í 100 metra hlaupi kvenna var það aftur Tiana Ósk Whitworth úr ÍR sem fór með sigur af hólmi en þá hljóp hún á 11,75 sekúndum sem var betri en tími hennar fyrr um daginn. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR hljóp á 11,86 og tók annað sætið á meðan Hrafnhildur, sem tók annað sætið í riðlakeppninni, hljóp á 11,97 og tók þriðja sætið að þessu sinni. Karlameginn var það aftur Jóhann Björn úr UMSS sem tók fyrsta sætið en að þessu sinni hljóp hann þremur sekúndubrotum fljótar eða á 10,66 sekúndum. Ívar Kristinn úr ÍR tók aftur annað sætið en hann hljóp á 10,81 sekúndum á meðan Kristófer Þorgrímsson tók þriðja sætið en hann hljóp á 10,94 sekúndum. Í spjótkasti karla var það Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðablik sem tók fyrsta sætið en hann kastaði 77,01 metra á meðan Ásdís Hjálmsdóttir var langefst kvennameginn en hún kastaði 57,74 metra. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni fór með sigur af hólmi í hástökki karla. Hann stökk 2,02 metra, sem er persónulegt met. Benjamín Jóhann Johnsen varð annar með stökk upp á 1,99 metra og Jón Gunnar Björnsson hafnaði í þriðja sæti. Stangarstökk kvenna var rétt í þessu að ljúka en það var Bogey Ragnheiður Leósdóttir úr FH sem átti besta árangurinn þar en hún stökk 3,42 metra. Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir tók annað sæti en hún stökk 3,32 metra á meðan Hilda Steinunn Egilsdóttir úr FH tók þriðja sætið. Stangarstökk karla fer fram á morgun. Fleiri greinum er lokið í dag en sumum þeirra lýkur á morgun.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira