Framlengdu valdatíð forsetans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Salva Kiir, forseti Suður-Súdan, er yfirleitt með hatt á höfði. Vísir/Getty Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið. Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Suðursúdanska þingið greiddi atkvæði með því í gær að lengja kjörtímabil Salva Kiir forseta og ýmissa annarra kjörinna embættismanna fram til árins 2021. Upphaflega átti að kjósa til forseta þann 9. júlí, í fyrsta sinn frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði. Við þau áform var hins vegar hætt vegna meintrar valdaránstilraunar og átaka í Afríkuríkinu. Þetta er raunar ekki í fyrsta skipti sem þingið framlengir valdatíð Kiirs. Þegar halda átti forsetakosningar í júní árið 2015 var valdatíð hans í staðinn framlengd um þrjú ár vegna þessarar sömu borgarastyrjaldar sem geisaði þá og geisar enn í Suður-Súdan. Salva Kiir hefur verið forseti Suður-Súdan allt frá því að ríkið fékk sjálfstæði árið 2011. Fyrir þann tíma var hann bæði forseti héraðsstjórnar Suður-Súdan, á meðan landið tilheyrði Súdan enn, og fyrsti varaforseti Súdan. Hann hefur þó aldrei verið formlega kjörinn forseti hins unga lýðveldis. Að sögn Pauls Youani Bonju, formanns upplýsingamálanefndar þingsins, er ákvörðunin til þess fallin að styrkja stöðu ríkisstjórnarinnar í friðarviðræðum við uppreisnarmenn. Uppreisnarmenn eru hins vegar ekki hrifnir, ef marka má frétt Reuters. „Við hörmum þessa ákvörðun þar sem hún sýnir fram á að ríkisstjórnin sé bara að spila einhverja leiki við samningaborðið. Alþjóðasamfélagið ætti ekki að viðurkenna þessa ákvörðun og ætti að lýsa því yfir að ríkisstjórnin sé samansett úr umboðslausum útlögum,“ sagði Mabior Garang de Mabior, talsmaður uppreisnarsamtakanna SPLM-IO, við miðilinn. SPLM-IO eru uppreisnarsamtök sem voru mynduð eftir að Riek Machar var rekinn úr embætti varaforseta landsins eftir ósætti við Kiir árið 2013. Samtökin styðja Machar til áhrifa en eru ekki þau einu sem hafa barist gegn ríkisstjórninni í þessu tæplega fimm ára langa stríði. Á milli 50.000 og 300.000 hafa farist í átökunum, ein og hálf milljón flúið land og rúmar tvær milljónir eru á vergangi innanlands. Þá hefur hungursneyð verið lýst yfir í Unity-héraði og staðan er víðast hvar erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Suður-Súdan Súdan Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira