Var múlbundin með smokk í áheyrnarprufu þegar hún var 16 ára Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 18:52 Mira Sorvino greinir frá fyrstu áheyrendaprufunni sinni. vísir/getty Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni. Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Leikkonan Mira Sorvino var múlbundin með smokk þegar hún reyndi fyrir sér í áheyrnarprufu fyrir hlutverk í hryllingsmynd þegar hún var 16 ára. Þetta var jafnframt hennar fyrsta áheyrnarprufa og fyrstu kynni hennar af leiklistarheiminum í Hollywood. Sorvino greindi frá þessari reynslu sinni þegar hún var gestur í hlaðvarpinu Hollywood Foreign Press Association. Sorvino segir að hún hafi orðið fyrir óviðeigandi framkomu af hálfu mannsins sem stýrði áheyrnarprufum fyrir hryllingsmynd. Í prufunni segir Sorvino frá því að hún hafi verið bundin við stól og að það hafi skilið eftir sig marbletti. Þetta gerði hann til þess að kalla fram viðbrögð hjá henni fyrir eitt atriðið í kvikmyndinni. Hún yrði að vera hrædd í alvörunni, útskýrir Sorvino sem reynir að skilja hvað manninum gekk til. Í kjölfarið á maðurinn að hafa múlbundið hana með smokk sem hann hafði á sér í buxnavasanum. Þegar hann losaði smokkinn sagði hann: „Afsakaðu þetta með getnaðarvörnina.“ Sorvino segir að þetta hafi, eftir á að hyggja, verið verulega óviðeigandi. Í dag veltir hún því líka fyrir sér hvers vegna í ósköpunum maðurinn hafði verið með smokk á sér í áheyrnarprufu. Í þessari fyrstu áheyrnarprufu segist Sorvino hafa skilið hvernig skemmtanageirinn virkar í raun og veru í Hollywood. Hún segist hafa reynt að harka af sér þetta atvik, enda hafi hún verið svo ung. Hún hafi ekki spurt neinna spurninga og ekki þorað að hreyfa mótmælum. Leikkonurnar Ashley Judd og Mira Sorvino hafa báðar látið til sín taka í #Metoo hreyfingunni. Þær hafa báðar greint frá áreitni og ofbeldi af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveis Weinstein.Vísir/getty Margverðlaunaður leikstjóri með óviðeigandi framkomuÍ hlaðvarpinu vekur leikkonan jafnframt athygli á því að hún viti um enn einn leikstjórann í Hollywood, sem hafi margsinnis hlotið Óskarsverðlaunin, sem hafi haft í frammi óviðeigandi athugasemdir í starfi. Hún segir að maðurinn sé þekktur fyrir að vera sérlegur baráttumaður fyrir réttlæti en hann hafi engu að síður gengið yfir strikið gagnvart sér „Veistu það, þegar ég horfi á þig getur hugur minn ekki varist því að ráfa frá hinum listrænu möguleikum til hinna kynferðislegu.“ Greindi frá kynferðislegri áreitni WeinsteinsSorvino hefur verið áberandi í #metoo hreyfingunni og hún var einnig á meðal þeirra fjölmörgu kvenna sem greindu frá áreitni af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein. Sorvino hefur þá beðist opinberlega afsökunar á því að hafa unnið með bandaríska leikstjóranum Woody Allen í kvikmyndinni Mighy Aphrodite en hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni.
Mál Harvey Weinstein Hollywood MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Stjörnulífið: Stórafmæli, Macbeth og barnasturtur Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira