Ótrúleg endurkoma þegar konungur grassins var sendur heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2018 16:47 Anderson fagnar sigri en Federer heldur heim fyrr en reiknað var með. Vísir/Getty Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro. Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Kevin Anderson kom öllum á óvart með því að leggja Roger Federer að velli í átta liða úrslitunum á Wimbledon í steikjandi hita í London í dag. Suður-Afríkumaðurinn, sem er í sjöunda sæti heimslistans, var 2-0 undir eftir tvö sett en sneri við blaðinu á ótrúlegan hátt og landaði sigri í leik sem tók á fimmtu klukkustund að spila. Federer virtist með allt í hendi sér að loknum tveimur settum. Svisslendingurinn vann fyrsta settið 6-2 og hafði svo 7-6 sigur í öðru setti. Hörkuleikur en enginn sem átti von á því sem framundan var. Anderson vann næstu tvö sett 7-5 og 6-4 og gerðu uppgjafir hans Federer erfitt fyrir. Federer fékk eitt tækifæri til að tryggja sér sigur í leiknum en Anderson stóðst áhlaupið og framundan var fimmta og síðasta sett.Æsispennandi oddasettÍ fimmta setti er ekki spiluð oddalota heldur framlengt þangað til annar nær tveggja lotna forystu. Síðasta settið tók tæplega 100 mínútur og hafði Anderson sigur 13-11. Anderson hefur aðeins einu sinni áður sigrað keppinaut í efstu fimm sætum styrkleikalistans á risamóti.Federer hefur jafnan verið kallaður konungur grassins og voru áhorfendur á bandi Svisslendingsins. Það dugði ekki til en fagnaðarlætin í lokin, yfir óvæntum sigri Anderson, voru heldur dræm. Fólk var vonsvikið að sjá áttfaldan Wimbledon-meistara úr leik en hinn 36 ára gamli átti titil að verja. Federer hefur ekki tapað á risamóti eftir að hafa komist tveimur settum yfir síðan gegn Novak Djokovic í undanúrslitum Opna bandaríska árið 2011.'I had to keep telling myself that today was going to be my day'Kevin Anderson on beating defending champion Roger Federer#bbctennis #wimbledon pic.twitter.com/YcZAoWCGJA— BBC Tennis (@bbctennis) July 11, 2018 „Að hafa sigrað Roger Federer á Wimbledon í svona jöfnum leik er eitthvað sem ég mun seint gleyma,“ sagði Anderson í viðtali eftir leikinn. Hann hafi aldrei gefist upp og haldið í vonina.„Ég hélt áfram að segja mér að halda í trúna. Dagurinn í dag yrði minn dagur. Þú þarft að hugsa þannig gegn manni eins og Roger. Ég gaf allt í þetta og er í skýjunum að hafa komist í gegnum þetta.“Hann var eðlilega stoltur af sjálfum sér.Nýtur sigursins í einn dag„Þetta var frábær frammistaða af minni hálfu. Markmiðið fyrir vikuna var að komast skrefi lengra en mér hefur tekist áður. Ég er auðvitað í skýjunum og stefni á að spila á sunnudaginn. En fyrst þarf ég að jafna mig og spila á föstudaginn,“ sagði Anderson.„Ég leyfi mér að njóta sigursins í dag. En verð að jafna mig og vonandi á ég tvo leiki eftir.“Undanúrslitin fara fram á föstudaginn og úrslitaleikurinn á sunnudaginn. Mótið er sýnt á Eurosport en nú stendur yfir leikur Rafael Nadal og Juan Martín Del Potro.
Tennis Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Í beinni: Ísrael - Ísland | HM-sætið blasir við stelpunum okkar Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Búið spil hjá Keflvíkingum? Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti