Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:57 Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku. Fundinum í dag var slitið eftir um tvo tíma og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. fréttablaðið/ernir Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir „Miklar áhyggjur að EBU haldi áfram að lifa tvöföldu siðgæði“ Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45