Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins í „algjörum hnút“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2018 15:57 Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku. Fundinum í dag var slitið eftir um tvo tíma og hefur ekki verið boðað til nýs fundar. fréttablaðið/ernir Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk nú rétt fyrir klukkan 16 án niðurstöðu. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið boðað til nýs fundar í deilunni. Kjaradeilan sé því í „algjörum hnút“ að sögn Katrínar. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir í samtali við fréttastofu lyktir fundarins í dag séu „veruleg vonbrigði.“ Þá segir hann einnig að deilan sé í hnút. „Það var engin niðurstaða. Það var lagt fram algjörlega ófullnægjandi tilboð fyrir okkur þannig að fundi var bara slitið og það hefur ekki verið boðað til annars fundar. Deilan er bara í algjörum hnút,“ segir Katrín og bætir við að samninganefnd ljósmæðra sé algjörlega miður sín vegna þessarar stöðu. „Okkur skilst það að þeim sé það þröngur stakkur búinn að þeir geti ekki mætt okkar kröfum að neinu leyti þannig að þar við situr.“Vilja 110 milljónum meira inn í stofnanasamninga Eins og Vísir greindi frá í morgun eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður. Það er því augljóst að mikið ber í milli deiluaðila. „Við þurfum að fá 170 milljónir inn á stofnanir og það er bara algjört lágmark. Okkur finnst þetta svíða óskaplega þegar maður bara skoðar söguna undanfarna mánuði og nokkur ár að það sé ekki hægt að leggja 170 milljónir yfir árið til 285 ljósmæðra, við erum ekki einu sinni að tala um launahækkun heldur til þess að mæta breytingum á inntaki starfsins, og lagfæra launaröðunina, þegar þetta eru upphæðir sem einstaklingar eru að fá á öðrum vettvangi, eins og bankastjórar ríkisbanka og annað. Verðmætamatið er eins brenglað og frekast getur verið,“ segir Katrín.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45