Innlent

Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fjöldi fólks kom saman við húsakynni ríkissáttasemjara fyrir fundinn til að sýna ljósmæðrum stuðning.
Fjöldi fólks kom saman við húsakynni ríkissáttasemjara fyrir fundinn til að sýna ljósmæðrum stuðning. vísir/hrund
Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. Fulltrúar í samninganefnd ljósmæðra sögðust ekki búast við löngum fundi í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á vettvangi.

Í samtali við Vísi fyrr í dag sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að ljósmæður hefðu lagt fram sínar lokakröfur á samningafundi í síðustu viku og að þær myndu ekki hvika frá þeim.

Kæmi tilboð frá samninganefnd ríkisins sem myndi mæta þeim kröfum væri það frábært en furðaði sig á því að Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, hefði sagt við fjölmiðla í liðinni viku að kröfur ljósmæðra væru enn of háar. Mun samninganefndin koma með tillögur að nýjum útfærslum á vinnutíma ljósmæðra á samningafundinum í dag.

Fjöldi fólks kom saman í Borgartúninu áður en fundurinn hófst til þess að sýna ljósmæðrum stuðning. Tóku mannskapurinn víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum.

Frá samstöðufundinum í dag.vísir/elín

Tengdar fréttir

Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá

Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×