Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:30 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira