„Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Enska landsliðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Fleiri fréttir Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti