Rúrik um skiptinguna gegn Argentínu: Ég var tilbúinn en upphitunarsvæðið of langt frá Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira
Rúrik Gíslason var sérstakur gestur Sumarmessunnar á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Hjörvar Hafliðason krafðist svara um hvað hafi gerst í skiptingunni örlagaríku þegar Argentínumenn fengu vítaspyrnu í leiknum gegn Íslandi á HM.Hjörvar hefur áður gagnrýnt það hversu lengi Heimir Hallgrímsson og starfslið hans var að framkvæma skiptinguna þegar Jóhann Berg Guðmundsson þurfti að fara af velli í fyrsta leik Íslands á HM gegn Argentínu. Rúrik var maðurinn sem kom inn fyrir Jóhann Berg en á þeim tíma sem Íslendingarnir voru aðeins tíu inn á vellinum fegnu Argentínumenn víti. „Ég heyrði að þið voruð að tala aðeins um þetta. Við fórum aðeins yfir þetta eftir leikinn,“ sagði Rúrik þegar Hjörvar krafði hann svara. „Málið er að upphitunarsvæðið var lengst frá þar sem maður fer inn á. Ég var klár í treyjunni, með legghlífarnar og allt klárt, en málið er að ég fæ ekki þessi skilaboð strax. Um leið og ég fæ skilaboðin um að fara inn á fer Helgi að sýna mér föst leikatriði, en þetta er bara eitthvað sem hefði mátt fara örlítið betur.“ „En ég held að aðal sökudólgurinn í þessu sé að upphitunarsvæðið sé það langt frá og við áttuðum okkur ekki á alvarleika meiðslanna hjá Jóa alveg strax svo við fáum kallið svolítið seint.“ Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnuna frá Lionel Messi eins og frægt er og bjargaði íslenska liðinu frá því að verr hefði farið. Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15 Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Leicester City - Manchester United | Stríðir Nistelrooy sínu gamla félagi? Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Sjá meira
Sumarmessan: Hjörvar tók Heimi á teppið fyrir seinar skiptingar Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í seinni hálfleik í leik Íslands og Argentínu á laugardag. Vítaspyrnan var dæmd á meðan Íslendingar voru einum færri og er sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason ósáttur með skiptingar íslenska liðsins. 18. júní 2018 11:15