Innlent

Ljósmæður og ríkið funda í dag

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra.
Katrín Sif Sigurgeirsdóttir er formaður samninganefndar ljósmæðra. Vísir/eyþór
Fundur samninganefnda ljósmæðra og ríkisins fer fram í dag klukkan tvö. Unnið hefur verið að tillögum að breyttu vinnufyrirkomulagi ljósmæðra til að liðka fyrir viðræðum. Sú útfærsla verður kynnt ljósmæðrum í dag.

Síðasti fundur í kjaradeilunni var á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá kom hópur fólks saman fyrir framan skrifstofu Ríkissáttasemjara til að sýna ljósmæðrum samstöðu í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum.




Tengdar fréttir

Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun

Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar.

Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast

Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×