Belgar eru úr leik á HM í fótbolta eftir tap gegn Frökkum í undanúrslitunum í kvöld. Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, var ánægður með frammistöðu síns liðs.
„Þetta var jafn leikur og var ljóst að úrslitin myndu ráðast á smá heppni fyrir framan markið. Hugarfar leikmannanna var frábært og við hefðum ekki getað beðið um meira. Við verðum að sætta okkur við það að annað liðið verður að vinna og hitt tapa, við gerðum það sem við gátum,“ sagði Roberto Martinez í leikslok.
„Lítil smáatriði ráða úrslitum í undanúrslitum á HM. Við eigum einn leik eftir og ég vil sjá til þess að við klárum þetta mót á góðu nótunum því þessir leikmenn eiga ekki skilið að fara héðan sárir.“
Belgar mæta tapliðinu úr undanúrslitualeik Króatíu og Englands annað kvöld í viðureigninni um bronsið á laugardag.
Martinez: Gerðum allt sem við gátum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham
Enski boltinn