Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM þar sem Benedikt Valsson og Hjörvar Hafliðason fá til sín góða gesti.
Í kvöld er félagsskapurinn ekki af verri gerðinni, landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason sem stal mörgum fyrirsögnunum í kringum HM vegna skyndilegrar Instagram frægðar sinnar.
Þá verður Gunnleifur Gunnleifsson, markmaður Breiðabliks, einnig í setti Sumarmessunnar í kvöld.
Frakkland og Belgía mætast í fyrri undanúrslitaleik HM í kvöld og verður sá leikur ræddur í þaula ásamt þess sem strákarnir munu án efa ræða íslenska liðið með landsliðsmanninn í settinu.
Rúrik Gíslason verður gestur Sumarmessunar í kvöld. pic.twitter.com/l8y96cbqp7
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) July 10, 2018