Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 15:15 Katrín Jakobsdóttir er á leið til Brussel. Fréttablaðið/Ernir Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57