Capello spáir því að England vinni Frakka í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 14:30 Fabio Capello og ensku heimsmeistararnir frá 1966. Vísir/Samsett/Getty Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira
Fabio Capello þekkir vel til enska fótboltalandsliðsins og hann hefur trú á því að liðið vinni tvo síðustu leiki sína á HM í Rússlandi og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm áratugi. Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport fékk hinn ítalska Fabio Capello til að spá fyrir um sigurvegara undanúrslitaleikjanna á HM í ár. Frakkland og Belgía mætast í kvöld og England og Króatía spila á morgun. Fabio Capello þjálfaði enska fótboltalandsliðið í fjögur ár og fór með liðið á eitt heimsmeistaramót. Nú spáir hann því að England verði heimsmeistari í fyrsta sinn í 52 ár. „Þetta verður Frakkland-England í úrslitaleiknum. Fari svo myndi ég spá því að England vinni heimsmeistaratitilinn,“ sagði Fabio Capello við blaðamann La Gazzetta dello Sport.Fabio Capello makes his prediction. pic.twitter.com/SzECXwBTjD — ESPN FC (@ESPNFC) July 10, 2018 Enska landsliðið fór á eitt heimsmeistaramót undir stjórn Fabio Capello en það var HM í Suður-Afríku 2010. Enska liðið datt þá út úr 16 liða úrslitunum á móti Þýskalandi í leik þar sem löglegt mark Frank Lampard var ekki dæmt gilt í stöðunnu 2-1 fyrir Þýskaland. Þjóðverjar unnu leikinn 4-1. Fabio Capello yfirgaf óvænt starf sitt sem þjálfari enska landsliðsins í byrjun febrúar 2012 eða aðeins nokkrum mánuðum fyrir Evrópumótið. Ástæðan var ósætti við að enska knattspyrnusambandið tók fyrirliðabandið af John Terry. Enska landsliðið hefur tapað í vítakeppni á móti Þýskalandi í tvö síðustu skiptin sem liðið komst í undanúrslit á stórmóti en það var á HM á Ítalíu 1990 og EM í Englandi 1996. Nú standa engir Þjóðverjar í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum. Þegar enska landsliðið varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið sumarið 1966 þá vann liðið Portúgal 2-1 í undanúrslitaleiknum. Bobby Charlton kom enska liðinu í 2-0 áður en Eusebio minnkaði muninn úr vítaspyrnu. England vann síðan Vestur-Þýskaland 4-2 í framlengdum úrslitaleik þar sem Geoff Hurst skoraði þrennu og Martin Peters skoraði seinna mark liðsins í venjulegum leiktíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Í beinni: Atletico Madrid - Barcelona | Toppslagur í Madríd „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Sjá meira