Eric Dier: Erum loksins búnir að bæta fyrir tapið á móti Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 09:00 Risastór stund fyrir íslenska fótboltalandsliði en mjög mikil vonbrigði fyrir enska landsliðið. Aron Einar Gunnarsson og íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016. Vísir/Getty Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Enska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fótbolta í Rússlandi og miðjummanni liðsins finnst liðið loksins núna vera búið að bæta fyrir tapið á móti litla Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi sumarið 2016. Eric Dier segir að núna séu sárin frá Íslandsleiknum loksins gróin. Liðið er aðeins 90 mínútum frá úrslitaleiknum í Moskvu en enska liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleiknum annað kvöld. Dier var í EM-hópnum fyrir tveimur árum og er því einn af leikmönnum enska liðsins sem höfðu hvað mest að sanna á þessu HM. „Eftir Íslandsleikinn þá vissum við að hlutirnir þyrftu að breytast innan liðsins og það hefur mikið breyst á þessum tíma. Þetta var móment þar sem við vorum gríðarlega vonsviknir og þetta var eitthvað sem mátti ekki gerast aftur. Við vildum breyta hlutunum hjá okkur,“ sagði Eric Dier við BBC.Íslensku strákarnir fagna sigri á Englandi á EM 2016.Vísir/Getty„Við gerðum okkur líka grein fyrir því að við gætum hvergi annarsstaðar bætt fyrir þetta nema hér á þessu heimsmeistaramóti. Ekkert annað gæti grætt sárin frá tapinu á móti Íslandi,“ sagði Dier. Enska landsliðið hefur slegið út Kólumbíu og Svíþjóð á leið sinni í undanúrslitaleikinn á móti Króatíu. „Við höfum líka verið að reyna það. Tvö ár er langur tími. Þetta hefur verið langt ferli og margt hefur breyst. Við höfum komið öllu á réttan stað. Við lærðum af okkar mistökum sem er mjög mikilvægt og við höfum bætt fyrir þetta klúður á móti Íslandi,“ sagði Dier. „Við höfum líka orðið varir við það að þjóðin er að baki okkur og við höfum náð að gleðja fólk. Það er frábært að vera með í því. Við erum bara rosalega ánægðir. Við erum jafnframt einbeittir á miðvikudaginn því við trúum því að þetta frábæra ferðalag sé ekki á enda,“ sagði Dier.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira