Samheldni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson NATO Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun