Mikilvægi ljósmæðra í þjónustu við nýfædd börn Þórður Þórkelsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ljósmóðurstarfið er fjölbreytt. Auk þess að sinna konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð er stór hluti af starfsskyldum ljósmæðra eftirlit og umönnun hins nýfædda barns. Má þar nefna aðstoð við brjóstagjöf og umönnun barna sem eru létt við fæðingu. Fylgjast þarf með blóðsykri hjá börnum mæðra með sykursýki á meðgöngunni og sjá til þess að þau nærist vel. Mæla þarf reglulega lífsmörk hjá börnum sem eru í hættu á að fá sýkingu, til dæmis ef móðirin var með hita í fæðingunni eða er með streptókokka í fæðingarvegi. Einnig má nefna að nýlega var farið að skima alla nýbura fyrir alvarlegum hjartasjúkdómum með mælingu á súrefnismettun, nokkuð sem er í höndum ljósmæðra. Eftir útskrift sinna ljósmæður móður og barni næstu daga í heimahúsi. Augljóst er hversu mikilvægt starf þeirra er fyrir velferð nýburans og eiga ljósmæður tvímælalaust stóran þátt í þeim góða árangri sem við getum státað okkur af og kristallast í hinum lága ungbarnadauða hér á landi. Um tíma hefur staðið yfir átak á Landspítalanum sem miðar að því að tryggja samveru móður og barns eins og kostur er. Í því felst meðal annars að nú er fylgst með nýburum sem þurfa á sérstöku eftirliti að halda á fæðingarvakt eða sængurlegudeild. Þetta eru börn sem áður voru tekin inn á Vökudeild en geta nú verið hjá foreldrum sínum þar sem fylgst er með þeim með viðeigandi tækjabúnaði. Eftirlitið er í höndum viðkomandi ljósmóður með aðkomu hjúkrunarfræðings á Vökudeild eftir því sem þörf er á. Ein er sú ógn sem steðjar að íslensku heilbrigðiskerfi, en það er atgervisflótti. Vel menntað starfsfólk með mikla reynslu og sérþekkingu sækir í önnur störf, einkum vegna óánægju með launakjör og oft einnig vegna mikils álags. Eins og gefur að skilja hefur það í för með sér skerta þjónustu og getur það tekið langan tíma að þjálfa upp nýtt fagfólk í viðkomandi störf. Því er brýnt að við gerum eins vel við heilbrigðisstarfsfólk og kostur er því mannauðurinn er okkar stærsta auðlind. Nú hafa uppsagnir allmargra ljósmæðra á Landspítalanum tekið gildi og fleiri fylgja í kjölfarið. Spítalinn hefur brugðist við með aðgerðaráætlun til að tryggja öryggi mæðra og barna þeirra. Hins vegar liggur í augum uppi að það kemur að því að þær ráðstafanir nægja ekki lengur og viljum við ekki þurfa að standa frammi fyrir slíku. Því er brýnt að samningsaðilar leggi kapp á að ná samningum sem allra fyrst áður en í óefni er komið.Höfundur er yfirlæknir Vökudeildar Barnaspítalans
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun