Elías Már Ómarsson skoraði þrennu í sigri Gautaborgar á Brommapojkarna í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Fyrsta mark Elíasar kom á 20. mínútu og var það eina sem skildi liðin að þegar flautað var til hálfleiks.
Gestirnir frá Brommapojkarna fengu víti snemma í seinni hálfleik en Erik Dahlin varði spyrnuna frá Markus Gustafsson og staðan því enn 1-0 fyrir heimamenn.
Elías Már gekk svo frá leiknum undir lokin þegar hann skoraði tvö mörk á 85. og 88. mínútu. Lokastaðan 3-0 fyrir Gautaborg.
Í vikunni bárust fréttir af því að Gautaborg hefði sett Elías á sölulista og gerði hann sitt í dag til þess að sanna sæti sitt í liðinu.
Elías Már skoraði þrennu í sigri
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn

„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti




Fleiri fréttir
