Bændur fagna endurskoðun sauðfjársamnings Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 27. júlí 2018 20:37 Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“ Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Endurskoðun búvörusamninga við sauðfjárbændur verður flýtt og hefjast viðræður á næstu dögum. Samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga leggur meðal annars til að ráðist verði í bráðaaðgerðir til að mæta erfiðri stöðu í sauðfjárrækt, meðal annars með fækkunarhvötum og stofnun stöðugleikasjóðs. Endurskoðun búvörusamninga átti að hefjast 2019 en landbúnaðarráðherra og Bændasamtök Íslands hafa ákveðið að hefjast þegar handa við endurskoðun samninga er lúta að sauðfjárrækt. Þá hefur samráðshópur um endurskoðun samninganna skilað tillögum sem birtar voru í dag. „Við munum þá núna setja niður samninganefndir sem munu vinna að því að hrinda þessum hugmyndum í framkvæmd og ég vona að við getum séð endurskoðun samningsins um sauðfjárræktina ganga eftir og við ljúkum þessu verki helst á þessu ári.“, segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Offramleiðsla er á kindakjöti miðað við núverandi aðstæður en meðal þess sem samráðshópurinn leggur til eru nokkrar bráðaaðgerðir sem ætlað er að stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019. Má þar nefna fækkunarhvata sem felist í útleið bænda, 67 ára og eldri, frystingu gæðastýringargreiðslna og lækkun ásetningshlutfalls. Þá bjóðist bændum að taka þátt í þróunarverkefnum og loks verði stofnaður stöðugleikasjóður til að jafna út sveiflur á mörkuðum. Hann yrði fjármagnaður af greininni sjálfri auk stofnframlags frá ríkinu. Kristján Þór hefur efasemdir um sjóðinn. „Hugmyndirnar sem hingað til hafa komið fram hafa mér ekki hugnast og ég hef hvatt til þess að við getum reynt að leita einhverra annarra leiða til þess að ná því sama markmiði heldur en að þarna hafi verið settar fram.“ Aðrar hugmyndir hugnist honum betur en sumar krefjast lagabreytinga. „En allt sem snýr að þessum tillögum, 67 ára og eldri, lækkun á ásetningshlutfallinu, gæðastýringin, þetta eru allt saman hugmyndir sem mér hugnast mjög vel.“Vandi bænda mjög bráður Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur fagna því að tillögur séu komnar fram og þeim lítist vel á margt sem komi fram í þeim, en sumt þurfi að endurskoða. „Það skiptir máli að við vinnum hratt núna, það þarf að koma skýrum skilaboðum til bænda sem fyrst. Það styttist í haustið og sláturtíð og aðgerðir þurfa að vera skýrar mjög fljótt.“ Hann segir vanda bænda vera mikinn, en á síðasta ári hafi verið 30 til 40 prósenta hrun í afurðaverði til bænda og það stefni í svipað ástand á þessu ári. „Það er ein afurðastöð búin að gefa út verð og miðað við það verður skilaverð til bænda 380 til 400 krónur á kíló en þyrfti að vera 650 til 700 þannig það þolir enginn rekstur svona hamfarir tvö ár í röð.“
Tengdar fréttir Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. 27. júlí 2018 13:50