Opið bréf til Þórdísar Lóu Egill Þór Jónsson skrifar 27. júlí 2018 18:14 Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Kæra Þórdís Lóa. Vegna fréttar og viðtals við þig í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag vil ég koma eftirfarandi á framfæri til þín. Stjórnarandstaðan sendi frá sér yfirlýsingu í morgun, eins og þér er kunnugt um, vegna neyðarástands í húsnæðismálum heimilislausra. Athygli mína vakti að þú sem formaður borgarráðs, lést að því liggja að fyrirhugaður fundur í velferðarráði með hagsmunasamtökum heimilislausra, nánar tiltekið Kærleikssamtökunum, hafi verið að frumkvæði meirihlutans í borgarstjórn. Rétt er að upplýsa þig um að þetta er rangt. Hið rétta er að beiðni um fundinn var að frumkvæði Kærleikssamtakanna sjálfra, þar sem átti að fara heildstætt yfir málin en stjórnarandstaðan hafði frumkvæði að því að setja málið á dagskrá velferðarráðs f.h. samtakanna en ekki var unnt að verða við beiðninni fyrr en eftir sumarleyfi borgarstjórnar. Það er með ólíkindum hvernig meirihlutaflokkarnir fara undan í flæmingi í þessu máli og neita enn að horfast í augu við aðgerðarleysi sitt í málaflokknum. Það er ekki nóg að setja falleg orð í málefnasamning en aðhafast síðan ekkert í framhaldinu, heldur fara bara í sumarfrí og ýta vandanum á undan sér. Ég trúi því að ég tali fyrir okkur öll, fulltrúa stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, þegar ég segi að við fögnum því að meirihlutinn hafi nú loksins orðið við ósk stjórnarandstöðuflokkanna um neyðarfund í borgarráði, endi veitir ekki af. Við fulltrúar stjórnarandstöðunnar í velferðarráði, Kolbrún Baldursdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, vonum að fundurinn skili árangri og brugðist verði við strax á sama tíma og mörkuð verði stefna til frambúðar til úrlausna þessara mála. Með kærri kveðju, Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar