Telur Laugardal svívirtan meðan á Secret Solstice stendur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:30 Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum. Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefur verið haldin fimm ár í röð í Laugardalnum. Í sumar voru um fimmtán þúsund manns á svæðinu þegar mest var. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson íbúi í hverfinu vonar að hún verði ekki aftur haldin í dalnum. „Íbúar treysta á að borgarfulltrúar leyfi ekki að hátíðin verðu haldin aftur hér í dalnum,“ segir hann.Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson, íbúi í Laugardalnum.Skjáskot/Stöð2Hann segir margs konar ónæði stafa frá hátíðinni. „Þetta er útihátíð haldin í miðri íbúabyggð, hér eru þrír leikskólar og fjóra grunnskólar og hún er haldin á íþróttasvæði, sem nú er að hluta til ónýtt eftir,“ segir hann. Þá segir hann mikið um eiturlyfjaneyslu og áhöld eftir hana finnist víða. „Þarna eru að finnast tól til eiturlyfjaneyslu á leikskólum og í nærliggjandi görðum. Auk annars rusls.Í raun er hægt að segja að dalurinn sé svívirtur á og í kringum hátíðina,“ segir hann. Vilhjálmur segir jafnframt mikinn hávaða stafa frá hátíðinni. „Eldra fólk og fólk með lítil börn flýja heimili sín áður en hátíðin hefst vegna hávaða. Þá fara áhyggjufullir foreldrar með unglinga sína af heimilium sínum því þeir vilja ekki að börnin sín fari á hátíðina,“ segir hann. Hann segir að skipuleggjendur hafi sýnt þessum athugasemdum fálæti og hafi sagt að hátíðin sé ekki haldin í hagnaðarskini. Hann efast um að það sé raunin. „Þannig voru tekjur af þessari hátíð 2016 hálfur milljarður en launakostnaður var um 12 milljónir króna, “ segir Vilhjálmur að lokum.Laugardalur er að vissu leyti svívirtur meðan á tónlistarhátíðinni Secret Solstice stendur, að mati íbúa í hverfinu. Íbúar flýi heimili sín og vilji hátíðina burt úr dalnum.Vísir
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39 Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13 Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57 Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Um 90 fíkniefnamál á Secret Solstice um helgina Um 90 fíkniefnamál komu upp í tengslum við tónlistarhátíðina Secret Solstice sem haldin var í Laugardalnum um helgina. 25. júní 2018 15:39
Vilja að borgaryfirvöld rifti samningum við Secret Solstice Stjórn foreldrafélaga Laugalækjar- og Laugarnesskóla hafa sent frá sér ályktun þar sem þau segjast vilja að Reykjavíkurborg rifti tafarlaust samningum við skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice 25. júní 2018 18:13
Sautján hávaðakvartanir vegna Secret Solstice Sautján kvartanir bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hávaða frá tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal. Hátíðin hófst á fimmtudag í síðustu viku og lauk í gær. 25. júní 2018 12:57
Framtíð Secret Solstice verður rædd í borgarráði Óskað hefur verið eftir umsögnum íþróttafélaga og foreldra- og íbúasamtaka vegna tónlistarhátíðarinnar. 26. júní 2018 22:15