Hvetja til hitunar á frosnu grænmeti fyrir neyslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 14:01 Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári. vísir/getty Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST. Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Í tilkynningu frá MAST segir að samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarlækni hafi tveir einstaklingar greinst með listeríu hér á landi á þessu ári en ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin við neyslu á frosnu grænmeti. Það eru einum ung börn, aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikist af listeríu. „Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir brýna fyrir neytendum að fylgja eldunarfyrirmælum sem koma fram á umbúðum frosins grænmetis og maísbauna og gæta þess að krossmengun eigi sér ekki stað. Skv. upplýsingum frá Sóttvarnarlækni hafa á þessu ári tveir einstaklingar greinst með Listeria monocytogenes (Listería) Ekki hefur verið hægt að tengja tilfellin hérlendis, við neyslu á frosnu grænmeti en það eru einkum ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi sem veikjast. Aukin tíðni matarsýkinga vegna listeríu hefur kallar á aukið eftirlit og bætt vinnubrögð í matvælavinnslum. Framkvæmdastjórn Evrópusambandisins (ESB) telur nú að herða þurfi eftirlit með framleiðleiðslu á frystu og léttsoðnu grænmeti og baunum. Setja þurfi skýrar reglur um þessa tegund vöru og er í skoðun að framleiðendur uppfylli sömu i kröfur um eftirlit með listeríu og þeir sem framleiða viðkvæm matvæli tilbúin til neyslu, á borð við reyktan lax og álegg. Líta þurfi á frosið, létteldað grænmeti, sem fullunna vöru þar sem töluvert er um að þess sé neytt án hitunar, s.s. í salati. Með faraldsfræðirannsóknum og greiningum á erfðaefni bakteríustofna hefur verið hægt að rekja 47 tilfelli sýkinga af völdum listeríu í nokkrum aðildarríkjum ESB til maísbauna sem framleiddar voru í verksmiðju í Ungverjalandi. Nú hefur sami stofn greinst í frosnu grænmeti sem framleitt hefur verið í umræddri verksmiðju á árunum 2016-2018. Grunur leikur á að þrálát listería hafi búið um sig í framleiðsluumhverfi verksmiðjunnar þrátt fyrir þrif og sótthreinsun í verksmiðjunni. Nýlega voru innkallaðar hér á landi frosnar maísbaunir frá COOP og maís og blandað grænmeti frá Greenyard.Grænmetið var unnið og fryst í verksmiðjunni í Ungverjalandi en pakkað annars staðar. Samkvæmt Evrópureglum um örverufræðileg viðmið sem gilda hér þurfa framleiðendur sem framleiða matvæli, sem eru tilbúin til neyslu, að viðhafa eftirlit með listeríu í matvælum sem og í framleiðsluumhverfinu. Þetta á einkum við um viðkvæmar kælivörur með tiltölulega langt geymsluþol, sem eru þannig samsettar að Listería á auðvelt með að fjölga sér á geymsluþolstímanum. Dæmi um slíkar vörur eru reyktur og grafinn lax og ýmsar tegundir af áleggi. Aðgerðir, sem fyrirbyggja mengun og virkt innra eftirlit með þeim aðgerðum verður að vera til staðar og það skal sannprófað með reglubundnum sýnatökum úr framleiðsluumhverfinu og úr matvælunum. Listería á ekki að geta fjölgað sér í frosnum afurðum á borð við frosnar maísbaunir og frosið grænmeti. Listería er umhverfisbaktería sem getur auðveldlega borist inn í vinnsluumhverfi matvælafyrirtækja. Fyrir frystingu á grænmeti er það oft snögghitað. Fari eitthvað úrskeiðis í framleiðslunni, s.s. vegna eftirmengunar, er hætta á að listería nái að fjölga sér á ný eftir uppþýðingu. Flestir framleiðendur veita leiðbeiningar um hitun á umbúðum og því hefur frosið grænmeti, fram að þessu, ekki verið talið til áhættusamra matvæla með tilliti til listeríu Matvælastofnun og Sóttvarnarlæknir hvetja neytendur til að hita allt frosið grænmeti fyrir neyslu. Þeir hópar sem eru fyrst og fremst í hættu á að verða veikir eru ung börn aldraðir, þungaðar konur og fólk með skert ónæmiskerfi,“ segir í tilkynningu MAST.
Neytendur Tengdar fréttir Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Innkalla frosið grænmeti vegna gruns um listeríu Madsa ehf. hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði frosið grænmeti vegna þess að það getur verið mengað af bakteríunni listeríu. 9. júlí 2018 14:19