Flýta endurskoðun sauðfjársamnings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2018 13:50 Viðræðurnar fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. fréttablaðið/stefán Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári. Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar. Verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum en þetta kemur fram í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Þar segir að viðræðurnar muni fara fram á grundvelli tillagna sem samráðshópur um endurskoðun búvörusamninga hefur skilað en ráðherra beindi þeim tilmælum til hópsins fyrr á þessu ári að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Bráðaaðgerðir sem starfshópurinn leggur til eru annars vegar aðgerðir sem stuðla að jafnvægi milli framleiðslu og sölu haustið 2019 og hins vegar aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í greininni. Tillögurnar má lesa hér. Yfirlýsing frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bændasamtökum Íslands:Samkvæmt samningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar skal endurskoðun búvörusamninga fara fram tvisvar á samningstímanum, annars vegar árið 2019 og hins vegar árið 2023. Í ákvæði til bráðabirgða í búvörulögum nr. 99/1993 kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skuli skipa samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga þar sem tryggð er aðkoma afurðastöðva, atvinnulífs, bænda, launþega og neytenda. Í samræmi við framangreint skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í febrúar sl. samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga. Beindi ráðherra því til samráðshópsins að setja í forgang tillögur til að bregðast við erfiðleikum í sauðfjárrækt. Samráðshópurinn skilaði tillögum og framvinduskýrslu til ráðherra 3. júlí sl. Samráðshópurinn leggur fram í tillögum sínum ákveðnar hugmyndir til að bregðast við erfiðleikum sauðfjárbænda, bæði bráðaaðgerðir og aðgerðir sem stuðla að hagræðingu og stöðugleika í sauðfjárrækt. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við Bændasamtök Íslands ákveðið að flýta viðræðum um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar og verða skipaðar samninganefndir á vegum ríkisins og bænda á næstu dögum. Í kjölfarið hefjast viðræður um endurskoðun samningsins í stað þess að fara fram árið 2019 líkt og áður var ráðgert. Viðræður aðila munu fara fram á grunni þeirra tillagna sem samráðshópurinn hefur skilað til ráðherra. Þá munu Bændasamtök Íslands í komandi viðræðum leggja áherslu á ályktanir Búnaðarþings og tillögur aðalfundar Landssamtaka sauðfjárbænda. Að sama skapi munu stjórnvöld m.a. leggja áherslu á þær aðgerðir sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Stefnt er að því að ljúka heildarendurskoðun samningsins síðar á þessu ári.
Tengdar fréttir Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02 Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Fólk hleypur ekkert í burtu að gamni sínu Guðrún Stefánsdóttir í Hlíðarendakoti hefur sinnt sauðfjárbúskap í þrjá áratugi og ekki dregið af sér, hvorki heima fyrir né í félagsstarfi fyrir bændur. Nú kveðst hún ekki lengur geta búið við þau kjör sem henni sé gert að lifa við og vandar sláturleyfishöfum ekki kveðjurnar. 7. júlí 2018 10:02
Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Fækkun afurðastöðva og minnkun kindakjötsframleiðslu eru meðal hagræðingarleiða sem nefndar eru í úttekt KPMG. Arðsemi sauðfjárbænda talin óásættanleg. Formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að hagræða þurfi þar sem það sé hægt. Mikilvægt sé að hugsa málið út frá hagsmunum bænda og neytenda. 27. júlí 2018 06:00