Íslenski boltinn

Oliver gæti klárað tímabilið í Kópavoginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oliver fagnar marki með Blikum
Oliver fagnar marki með Blikum vísir/bára
Svo gæti farið að Oliver Sigurjónsson klári tímabilið með Breiðablik í Pepsi-deild karla þar sem liðið berst á toppnum.

Hann hefur verið á láni hjá uppeldisfélagi sínu frá Bodö/Glimt í norsku úvralsdeildinni en lánsdvölin átti að renna út um miðjan ágúst.

Oliver staðfesti við Morgunblaðið að félögin væru í viðræðum um að framlengja dvölina svo hann geti hjálpað liðinu í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar.

Oliver glímdi mikið við meiðsli er hann var hjá Bodö og var því lánaður í Kópavoginn þar sem hann hefur spilað afar vel á þessu tímabil.

Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Stjarnan í öðru sætinu, og þremur stigum frá toppliði Vals.

Liðið er einnig komið í undanúrslit bikarsins þar sem þeir mæta Ólafsvíkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×