Tölvuforrit frá Amazon ruglar saman þingmönnum og eftirlýstum glæpamönnum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 16:28 Forritið virðist hafa innbyggða fordóma gagnvart þeldökku fólki. Vísir/Getty 28 bandarískir þingmenn eru eftirlýstir af lögreglunni ef marka má niðurstöður úr nýju forriti frá tæknirisanum Amazon. Forritið ber saman andlit fólks við upplýsingar úr gagnagrunni lögreglu til að bera kennsl á glæpamenn. Vandamálið er að það virðist ekki vera mikið að marka niðurstöður forritsins enn sem komið er. American Civil Liberties Union (ACLU) eru félagasamtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum. Þau gerðu tilraunir með forritið sem fólust í að mata það á ljósmyndum af öllum núverandi þingmönnum. Eins og fyrr segir vildi forritið meina að 28 þeirra væru á flótta undan réttvísinni. Talsmaður ACLU segir þetta sýna hversu hættulegt það sé að treysta á tölvuforrit í þessum tilgangi. Formælandi Amazon segir hins vegar að með því að breyta stillingum forritsins sé auðvelt að auka nákvæmni þess og koma í veg fyrir þessar fölsku niðurstöður. Amazon notar sama forrit í margvíslegum tilgangi. Það hefur verið notað til að flokka myndir af frægu fólki, bera kennsl á óviðeigandi myndefni og margt fleira. Amazon er nú að vinna með lögreglu vestanhafs til að innleiða notkun forritsins í löggæslustörfum. ACLU segir það stórhættulega þróun og bendir á að forritið hafi innbyggða fordóma þeirra sem hönnuðu það. Af þeim sem voru ranglega sagðir glæpamenn af forritinu voru 40% blökkumenn. Það virðist því tvöfalt líklegra til að rugla dökkleitu fólki saman við glæpamenn. Tækni Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
28 bandarískir þingmenn eru eftirlýstir af lögreglunni ef marka má niðurstöður úr nýju forriti frá tæknirisanum Amazon. Forritið ber saman andlit fólks við upplýsingar úr gagnagrunni lögreglu til að bera kennsl á glæpamenn. Vandamálið er að það virðist ekki vera mikið að marka niðurstöður forritsins enn sem komið er. American Civil Liberties Union (ACLU) eru félagasamtök sem berjast fyrir borgaralegum réttindum. Þau gerðu tilraunir með forritið sem fólust í að mata það á ljósmyndum af öllum núverandi þingmönnum. Eins og fyrr segir vildi forritið meina að 28 þeirra væru á flótta undan réttvísinni. Talsmaður ACLU segir þetta sýna hversu hættulegt það sé að treysta á tölvuforrit í þessum tilgangi. Formælandi Amazon segir hins vegar að með því að breyta stillingum forritsins sé auðvelt að auka nákvæmni þess og koma í veg fyrir þessar fölsku niðurstöður. Amazon notar sama forrit í margvíslegum tilgangi. Það hefur verið notað til að flokka myndir af frægu fólki, bera kennsl á óviðeigandi myndefni og margt fleira. Amazon er nú að vinna með lögreglu vestanhafs til að innleiða notkun forritsins í löggæslustörfum. ACLU segir það stórhættulega þróun og bendir á að forritið hafi innbyggða fordóma þeirra sem hönnuðu það. Af þeim sem voru ranglega sagðir glæpamenn af forritinu voru 40% blökkumenn. Það virðist því tvöfalt líklegra til að rugla dökkleitu fólki saman við glæpamenn.
Tækni Tengdar fréttir Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05 Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Netflix og Amazon þurfa að fjármagna evrópskt efni Breytingar á evrópskum útvarpslögum þýða að stórar efnisveitur gætu þurft að sinna innlendri dagskrárgerð í þeim löndum sem þær selja þjónustu sína í Evrópu. 26. apríl 2018 16:05
Alexa hljóðritaði samtal hjóna og sendi vinum þeirra í tölvupósti Talsmaður netverslunarfyrirtækisins Amazon segir ótrúlega röð tilviljana hafa valdið því að raddstýrða tækið Alexa tók upp samtal hjóna og sendi upptökuna til manns á vinalista þeirra. 25. maí 2018 13:03
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33