Stofnandi Napster einn af fjárfestum í lúxushóteli nærri Höfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2018 14:14 Sean Parker stofnaði Napster árið 1999. vísir/getty Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sean Parker, stofnandi skráardeilingarforritsins Napster og fyrrverandi stjórnarformaður Facebook, og kona hans Alexandra Lenas eru á meðal fjárfesta í nýju hóteli sem til stendur að byggja á jörðinni Svínhólum, skammt frá Höfn í Hornafirði. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu í dag en hótelið er fjárfestingarverkefni Áslaugar Magnúsdóttur, fjárfestis og stofnanda tískufyrirtækisins Moda Operandi. Sean Parker var um tvítugt þegar hann stofnaði Napster og varð fljótt þekktur innan sem og utan tæknigeirans. Hann varð síðan stjórnarformaður Facebook þegar það fyrirtæki hafði aðeins verið til í um fimm mánuði. Árið 2010 fjárfesti Parker síðan í Spotify fyrir um 15 milljónir dollara en hann situr í stjórn fyrirtækisins.120 manna lúxushótel með áherslu á heilsu og vellíðan Þó nokkuð hefur verið fjallað um þá uppbyggingu sem Áslaug hyggur á í Austur-Skaftafellssýslu en til stendur að reisa þar sjálfbært hátæknivætt framtíðarsamfélag í sátt við umhverfið fyrir milljarða króna. Verður það gert undir merkjum þróunarfélagsins ONE, að því er greint var frá í Fréttablaðinu fyrr í sumar. Lúxushótelið sem til stendur að byggja er 120 manna hótel ásamt 20 minni húsum í svipuðum stíl á lóðum í kringum hótelið. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Áslaug að á hótelinu verði lögð áhersla á heilsu og vellíðan. Þar verði mikið lagt upp úr hollum matt og þá verður hægt að fara í góðar dekurmeðferðir þar. Jakob Frímann Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarfélagsins sem er með fleiri verkefni í deiglunni fyrir austan en Jakob hefur sagt að ekki sé tímabært að upplýsa um aðra áfanga verkefnisins að svo stöddu.Hér fyrir neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um fyrirhugaða uppbyggingu á Svínhólum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00 Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15 Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir öfluga aðila standa á bak við áform í Össurárdal Smíði hótels og íbúða fyrir tvöhundruð gesti á jörðinni Svínhólum í Lóni er nú í undirbúningi. Hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Hornafirði tengjast áformunum, 20. september 2017 22:00
Jakob Frímann leitar á ný mið Miðborgarstjóri tekur við sem framkvæmdastjóri hjá ONE, nýju þróunarfélagi. 23. júní 2018 08:15
Lúxusupplifun á landsbyggðinni Hreyfingin ONE reisir 120 manna lúxushótel á Austurlandi fyrir milljarða króna. Hótelið verður að hluta til byggt inn í jörðina og mætti líkja við álfabyggð að sögn Jakobs Frímanns, framkvæmdastjóra verkefnisins. 30. júní 2018 07:00