Hvað hef ég gert? Eymundur L. Eymundsson skrifar 26. júlí 2018 13:40 Þetta er raunveruleg félagsfælni Komið þið sæl Eymundur heiti ég og ætla að deila með ykkur minni sögu ef það getur orðið til þess að hjálpa öðrum. Kvíði er það sem allar manneskjur munu ganga í gegnum í lífinu. En þegar kvíði er farinn að stjórna daglegu lífi er mikilvægt að fá hjálp í stað þess að að stjórnast af umhverfinu. Það eru margir sem eru hræddir um að leita sér hjálpar út af stimplun og fordómum. Lifa með skert lífsgæði pg margir leita í vímuefni eða einangrast félagslega. Það gerist líka að fólk fellur fyrir eigin hendi. Vandaður fréttaflutningur í stað æsifrétta getur hjálpað okkur sem glímum við geðröskun. Ég vonast til að RÚV allra landsmanna geri vandaða heimildaþætti um geðraskanir? Sýni hvaða úrræði og bjargráð það eru sem geta hjálpað fólki. Gefa fólki von og vinna úr fordómum hjá einstaklingum sem glíma við geðröskun og í samfélaginu. Auka um leið þekkingu og hjálpar samfélaginu til framtíðar. Fortíðin á það skilið og börn og ungmenni sem aðstandendur framtíðar eigi möguleika á að byggja upp gott líf án þess að óttast umhverfið og dómhörku. Kvíðaröskunin félagsfælni er það sem ég þekki best til. Hún er 3. algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Það eru á hverjum tíma 5 til 15% einstaklinga sem glíma við félagsfælni. Og má þá reikna með á hverjum tíma að það séu 15.000 til 45.000 þúsund Íslendingar. Andleg veikindi eða vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit.Grunn- og framhaldsskóli Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfiðlega að læra þar sem einbeiting var lítil. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Fannst ég vera mistök og mínar hugsanir voru að allir væru að gera lítið úr mér. Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og sjálfsvirðing lítil. Fór ekki í skólaferðalög eða opin kvöld í skólanum. Íþróttir og skák var það eina sem fékk mig til að gera eitthvað þar sem ég var ágætur í þeim greinum. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég kláraði grunnskóla en treysti mér ekki í framhaldsskóla fyrr en ári seinna. Þá var æskuvinur minn búinn með grunnskóla og við fórum saman í framhaldsskóla Ég hætti eftir 2 mánuði þar sem ég gat ekki verið innan um aðra með mína brotnu sjálfsmynd og lélega taugakerfi sem ég réð ekki við. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Var oftast í mínu herbergi ef ég var ekki í vinnu eða fótboltaæfingum. Leið illa innan um fjölskylduna. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég fór alla leið upp í meistaraflokkinn hjá Þór en skipti þá yfir til Magna á Grenivík, vegna þess að ég treysti mér ekki lengur til að vera með gömlu félögunum. Samt var það þannig þegar ég ók til Grenivíkur var ég oft búinn að gefa í og ætlaði að keyra fram af en hætti við sem betur fer.Hvað bjargaði mínu lífi og hvernig hef ég nýtt hjálpina? Það gleymist oft í umræðu um geðröskun að hún getur haft mikil áhrif á stoðakerfið og líkamleg veikindi. Ég skil ekki af hverju sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd og af hverju það eru ekki fleiri fagmenn í grunn- og framhaldsskólum landsins til að byggja upp andlega heilsu. Í staðinn erum við að taka á afleiðingum sem í mörgum tilvikum væri hægt að koma í veg fyrir með að byggja börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Námsskrá er svo eitt sem þarf að endurskoða og hvernig getum nýtt lífsleikni betur. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall og þurfti að hætta í boltanum. Ég hélt samt áfram að vera kringum fótboltann sem liðstjóri hjá Þór og Magna Grenivík. Ég birgði samt alltaf vanlíðan og barst við sjálfan mig á hverjum degi. Ég þurfti hins vegar að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að hafi bjargað mínu lífi. Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Ég fékk þá bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þetta reyndust vera bæklingar um mig. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég þurfti að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. 13 ár síðan og mikil vinna sem hefur skilað sér að ég á mér líf í dag og hef útskrifast sem félagsliði og ráðgjafi úr Ráðgjafaskóla Íslands. Ég hef unnið mikið í forvörnum og geri mitt besta til að hjálpa ungu sem eldra fólki. En maður þarf að vinna vinnuna sjálfur og þá getur verið gott að vita hvað er að og hvaða hjálp er hægt að nýta. Ef fólk vill fræðast meira um þá hjálp sem ég hef fengið er ykkur velkomið að googla mitt nafn og aldrei að vita nema þú getir fengið hjálp eða hjálpað öðrum að eignast betri lífsgæði sem þátttakandi í lífinu. Þetta er hörkuvinna en er þess virði til að losna úr eigin fangelsi og hugsunum út í frelsið.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er raunveruleg félagsfælni Komið þið sæl Eymundur heiti ég og ætla að deila með ykkur minni sögu ef það getur orðið til þess að hjálpa öðrum. Kvíði er það sem allar manneskjur munu ganga í gegnum í lífinu. En þegar kvíði er farinn að stjórna daglegu lífi er mikilvægt að fá hjálp í stað þess að að stjórnast af umhverfinu. Það eru margir sem eru hræddir um að leita sér hjálpar út af stimplun og fordómum. Lifa með skert lífsgæði pg margir leita í vímuefni eða einangrast félagslega. Það gerist líka að fólk fellur fyrir eigin hendi. Vandaður fréttaflutningur í stað æsifrétta getur hjálpað okkur sem glímum við geðröskun. Ég vonast til að RÚV allra landsmanna geri vandaða heimildaþætti um geðraskanir? Sýni hvaða úrræði og bjargráð það eru sem geta hjálpað fólki. Gefa fólki von og vinna úr fordómum hjá einstaklingum sem glíma við geðröskun og í samfélaginu. Auka um leið þekkingu og hjálpar samfélaginu til framtíðar. Fortíðin á það skilið og börn og ungmenni sem aðstandendur framtíðar eigi möguleika á að byggja upp gott líf án þess að óttast umhverfið og dómhörku. Kvíðaröskunin félagsfælni er það sem ég þekki best til. Hún er 3. algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Það eru á hverjum tíma 5 til 15% einstaklinga sem glíma við félagsfælni. Og má þá reikna með á hverjum tíma að það séu 15.000 til 45.000 þúsund Íslendingar. Andleg veikindi eða vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit.Grunn- og framhaldsskóli Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfiðlega að læra þar sem einbeiting var lítil. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Fannst ég vera mistök og mínar hugsanir voru að allir væru að gera lítið úr mér. Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og sjálfsvirðing lítil. Fór ekki í skólaferðalög eða opin kvöld í skólanum. Íþróttir og skák var það eina sem fékk mig til að gera eitthvað þar sem ég var ágætur í þeim greinum. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég kláraði grunnskóla en treysti mér ekki í framhaldsskóla fyrr en ári seinna. Þá var æskuvinur minn búinn með grunnskóla og við fórum saman í framhaldsskóla Ég hætti eftir 2 mánuði þar sem ég gat ekki verið innan um aðra með mína brotnu sjálfsmynd og lélega taugakerfi sem ég réð ekki við. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Var oftast í mínu herbergi ef ég var ekki í vinnu eða fótboltaæfingum. Leið illa innan um fjölskylduna. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég fór alla leið upp í meistaraflokkinn hjá Þór en skipti þá yfir til Magna á Grenivík, vegna þess að ég treysti mér ekki lengur til að vera með gömlu félögunum. Samt var það þannig þegar ég ók til Grenivíkur var ég oft búinn að gefa í og ætlaði að keyra fram af en hætti við sem betur fer.Hvað bjargaði mínu lífi og hvernig hef ég nýtt hjálpina? Það gleymist oft í umræðu um geðröskun að hún getur haft mikil áhrif á stoðakerfið og líkamleg veikindi. Ég skil ekki af hverju sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd og af hverju það eru ekki fleiri fagmenn í grunn- og framhaldsskólum landsins til að byggja upp andlega heilsu. Í staðinn erum við að taka á afleiðingum sem í mörgum tilvikum væri hægt að koma í veg fyrir með að byggja börn og ungmenni á grunnskólaaldri. Námsskrá er svo eitt sem þarf að endurskoða og hvernig getum nýtt lífsleikni betur. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall og þurfti að hætta í boltanum. Ég hélt samt áfram að vera kringum fótboltann sem liðstjóri hjá Þór og Magna Grenivík. Ég birgði samt alltaf vanlíðan og barst við sjálfan mig á hverjum degi. Ég þurfti hins vegar að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að hafi bjargað mínu lífi. Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Ég fékk þá bæklinga um kvíða,félagsfælni og þunglyndi. Þetta reyndust vera bæklingar um mig. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég þurfti að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. 13 ár síðan og mikil vinna sem hefur skilað sér að ég á mér líf í dag og hef útskrifast sem félagsliði og ráðgjafi úr Ráðgjafaskóla Íslands. Ég hef unnið mikið í forvörnum og geri mitt besta til að hjálpa ungu sem eldra fólki. En maður þarf að vinna vinnuna sjálfur og þá getur verið gott að vita hvað er að og hvaða hjálp er hægt að nýta. Ef fólk vill fræðast meira um þá hjálp sem ég hef fengið er ykkur velkomið að googla mitt nafn og aldrei að vita nema þú getir fengið hjálp eða hjálpað öðrum að eignast betri lífsgæði sem þátttakandi í lífinu. Þetta er hörkuvinna en er þess virði til að losna úr eigin fangelsi og hugsunum út í frelsið.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi og félagsliði
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun