Umfjöllun: Hapoel Haifa - FH 1-1 | FH fer með útivallarmark í seinni leikinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. júlí 2018 17:45 FH-ingar mega alveg fagna jafnteflinu í Ísrael vísir/bára FH náði í sterkt jafntefli ytra gegn Hapoel Haifa í fyrri leik liðanna í annari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Miðvörðurinn Eddi Gomes gerði mark FH. Það var markalaust þegar liðin gengu til hálfleiks. Heimamenn í Hapoel höfðu verið sterkari aðilinn en FH varðist mjög vel og átti nokkrar skyndisóknir. Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans naga sig líklega í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt skyndisóknirnar betur en þeir voru nokkuð bitlausir í sínum sóknaraðgerðum. FH byrjaði seinni hálfleikinn og uppskar mark á 53. mínútu. Brandur Olsen átti góða hornspyrnu sem Guðmundur Kristjánsson fleytti áfram á skallann á Eddi Gomes. Varnarmaðurinn stangaði boltann í netið og kom FH yfir. Forysta FH var þó ekki langlíf. Varamaðurinn Thanasis Papazoglou jafnaði fyrir heimamenn á 65. mínútu. Hann virtist brjóta á Eddi Gomes þegar sending kom inn á teiginn og varð því dauðafrír í teignum. Dómarinn dæmdi ekkert, hinir varnarmenn FH voru úr leik og eftirleikurinn auðveldur fyrir Papazoglou. Heimamenn sóttu mikið það sem eftir lifði af leiknum og áttu meðal annars marktilraun í slánna í uppbótartíma. Þeir náðu hins vegar ekki að koma boltanum í netið og 1-1 jafntefli niðurstaðan. FH-ingar geta farið nokkur brattir inn í seinni leikinn í Kaplakrika. Þeir náðu að skora útivallarmark sem þýðir að svo lengi sem þeir ná að halda hreinu í seinni leiknum þá fara þeir áfram. Evrópudeild UEFA
FH náði í sterkt jafntefli ytra gegn Hapoel Haifa í fyrri leik liðanna í annari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Miðvörðurinn Eddi Gomes gerði mark FH. Það var markalaust þegar liðin gengu til hálfleiks. Heimamenn í Hapoel höfðu verið sterkari aðilinn en FH varðist mjög vel og átti nokkrar skyndisóknir. Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans naga sig líklega í handarbökin yfir því að hafa ekki nýtt skyndisóknirnar betur en þeir voru nokkuð bitlausir í sínum sóknaraðgerðum. FH byrjaði seinni hálfleikinn og uppskar mark á 53. mínútu. Brandur Olsen átti góða hornspyrnu sem Guðmundur Kristjánsson fleytti áfram á skallann á Eddi Gomes. Varnarmaðurinn stangaði boltann í netið og kom FH yfir. Forysta FH var þó ekki langlíf. Varamaðurinn Thanasis Papazoglou jafnaði fyrir heimamenn á 65. mínútu. Hann virtist brjóta á Eddi Gomes þegar sending kom inn á teiginn og varð því dauðafrír í teignum. Dómarinn dæmdi ekkert, hinir varnarmenn FH voru úr leik og eftirleikurinn auðveldur fyrir Papazoglou. Heimamenn sóttu mikið það sem eftir lifði af leiknum og áttu meðal annars marktilraun í slánna í uppbótartíma. Þeir náðu hins vegar ekki að koma boltanum í netið og 1-1 jafntefli niðurstaðan. FH-ingar geta farið nokkur brattir inn í seinni leikinn í Kaplakrika. Þeir náðu að skora útivallarmark sem þýðir að svo lengi sem þeir ná að halda hreinu í seinni leiknum þá fara þeir áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti