Úrelt hugsun Kristinn Ingi Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 „Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
„Hugbúnaður er að éta heiminn,“ sagði fjárfestirinn Marc Andreessen þegar hann var beðinn um að lýsa þeim áhrifum sem hann teldi að tækniframfarir hefðu haft á daglegt líf fólks. Til útskýringar benti hann á að fyrir fimmtán árum hefðu einungis fimmtíu milljónir manna notað internetið en í dag notuðu fjórir milljarðar það. Sú öra tækniþróun sem Andreessen lýsti hefur á síðustu árum brotið niður múra í viðskiptum og gjörbylt verslunarhegðun okkar á áður ófyrirséðan hátt. Tækifærin sem þessar framfarir hafa skapað eru óþrjótandi eins og risafyrirtæki á borð við Apple, Amazon og Alibaba hafa sýnt okkur en að sama skapi hefur tæknin ógnað þeim fyrirtækjum sem hafa ekki lagað sig að breyttum tímum. Sagan geymir fjölmörg dæmi um fyrirtæki sem gnæfðu yfir keppinauta sína allt þar til ný tækni kippti fótunum undan þeim. Nefna mætti Blockbuster, Kodak og Nokia. Sagan kennir okkur að fyrirtæki þurfa annaðhvort að ná aukinni hagkvæmni til þess að standast sífellt harðnandi samkeppni eða verða nýrri tækni að bráð. En það er hins vegar ekki nóg að fyrirtækin bregðist við breyttum aðstæðum. Sömu kröfu þarf jafnframt að gera til þess lagaramma sem fyrirtækjunum er settur. Hann má ekki vera svo stífur að þau geti sig hvergi hreyft. Það skýtur til dæmis skökku við að stjórnvöld skuli ekki taka mið af tækniframförum og aukinni netverslun, sem hafa þurrkað út hefðbundin landamæri, þegar þau skilgreina markaði í samrunamálum. Túlkun stjórnvalda er oft á tíðum úrelt og gamaldags í síbreytilegum heimi. Nýr raunveruleiki kallar á breytta sýn. Það á jafnt við um fyrirtæki og stjórnvöld.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun