Íslenski boltinn

3-0 sigur Grindavíkur hafði afleiðingar fyrir þjálfarateymið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óli Stefán sendir skilaboð til sinna manna sem svöruðu því með 3-0 sigri.
Óli Stefán sendir skilaboð til sinna manna sem svöruðu því með 3-0 sigri. vísir/andri marinó
Óli Stefán Flóventsson og Milan Stefán Jankovic, þjálfarateymi Grindavíkur, lofuðu leikmönnum sínum að raka af sér hárið myndu þeir vinna Keflavík.

Grindavík lenti í engum vandræðum með granna sína í gærkvöldi en lokatölur urðu 3-0 sigur heimaanna í Grindavík. Þetta var þeirra fyrsti sigur í síðustu fjórum leikjum.

Grindavík er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg stig og KR sem er sæti ofar. Þeir eru fimm stigum frá öðru og þriða sætinu.

Fyrir leikinn lofuðu þeir Óli og Milan því að þeir myndu raka af sér hárið myndu þeir vinna leikinn. Strákarnir þeirra voru í engum vandræðum með það og þurftu þeir því að raka af sér hárið.

„Ég sé ekki eftir þessu áheiti og er til í að gera þetta eftir alla leiki ef það skilar okkur þremur stigum," skrifaði Óli Stefán.

Hér að neðan má sjá myndir af þeim eftir raksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×