Sjö ljósmæður draga uppsagnir til baka Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 18:38 Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín. Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Ljósmæður samþykktu í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu þeirra við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta. Heilbrigðisráðherra segir þessa afgerandi niðurstöðu sérstakt fagnaðarefni og formaður samningarnefndar ljósmæðra er feginn því að stór hluti ljósmæðra er sáttur við þessa lendingu. Sjö ljósmæður hafa dregið uppsögn sína til baka. Ljósmæðrafélag Íslands samþykkti í dag miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við ríkið með 95 prósent atkvæða. Þátttakan var góð en 91 prósent þeirra sem eru á kjörskrá greiddu atkvæði. Þá samþykkti, Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, einnig tillöguna og nýr kjarasamningur því kominn á milli aðila.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/EyþórSvandís Svarsdóttir heilbrigðisráherra fagnar því að sjá fyrir endan á þessari deilu. „Í þessari lausn erum við í raun og veru að tala um, til viðbótar við miðlægan kjarasamning, að bæði við í heilbrigðisráðuneytinu, ég sem heilbrigðisráðherra og Landspítalinn horfumst í augu við það að það þarf að hnika til á stofnununum sjálfum og bæta kjaraumhverfið og endurmeta launasetningu. Þetta samstillta átak varð til þess að leysa málin að þessu sinni. Ríkissáttasemjari var sú sem sat við borðsendann og sá hvernig púslin myndu öll falla saman í eina heildarmynd,“ segir hún. Svandís segir að vinna við lausnina hafi ekki verið einföld, en skilaði að lokum sáttum ljósmæðrum.Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra.Vísir/eyþór„Mér finnst líka mjög mikilvægt að þessi niðurstaða var það skýr að við getum vænt þess að þær ljósmæður sem sögðu upp snúi aftur til starfa. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt fyrir okkur öll að þessi mikilvæga menntun skili sér inn í samfélagið allt og inn í heilbrigðisþjónustuna.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samningarnefndar ljósmæðra, hafði tilfinningu fyrir því að þetta yrði samþykkt, en bjóst ekki við svona afgerandi niðurstöðu. „Næstu skref eru að fylgja eftir því sem hefur núna verið samþykkt. Þarf að fara í gang svokölluð þarfagreining á stofnunum til að koma inn þessum 60 milljónum sem koma frá Velferðarráðuneytinu. Koma þeim á þá staði þar sem þær eiga heima til þess að hægt sé að hækka ljósmæður inn í gegnum stofnanasamninga og fylgja eftir því sem hefur verið samið um. Svo bara bíðum við spenntar eftir niðurstöðu frá Gerðardómi, það er aðal málið,“ segir Katrín.
Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 25. júlí 2018 12:46
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35