Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:46 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundar í síðustu viku. vísir/einar árnason Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35