Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Trúlausir Víkingar áttu ekki séns gegn Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sölvi Geir Ottesen hefur borið fyrirliðaband Víkings í vetur
Sölvi Geir Ottesen hefur borið fyrirliðaband Víkings í vetur S2 Sport
Víkingur tapaði fyrir Val á Hlíðarenda í 13. umferð Pepsi deildar karla um helgina. Hugarfar leikmanna Víkings í leiknum gerði úti um möguleika þeirra á sigri.

Gestirnir urðu fyrir áfalli snemma leiks þegar Sölvi Geir Ottesen þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Fjarvera Sölva virtist draga allan mátt úr liðinu sem átti lítinn séns gegn sterku liði Íslandsmeistaranna.

„Við heyrðum Halldór Smára tala um það [í viðtali eftir leik], eins og ég heyri reyndar allt of oft Víkinga tala um, slæmar minningar. Þegar þeir eru án Sölva og Davíðs [Arnar Atlasonar] þá áttu þeir ekki séns með þetta hugarfar,“ sagði Freyr Alexandersson, einn sérfræðinga Pepsimarkanna á Stöð 2 Sport í uppgjörsþætti 13. umferðar.

„Logi er frábær í því að ná miklu út úr leikmanni eins og Sölva, sem er búinn að gera næstum því allt,“ tók Reynir Leósson undir. „Hann nær að fá Sölva sem eins konar þjálfara inn á vellinum.“

Víkingur situr í áttunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 13 leiki. Þeir eiga leik við Stjörnuna í Víkinni á sunnudaginn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×