Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2018 20:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Skjáskot úr frétt Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur. Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur.
Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent