Ofþyngd er ógn við heilsuna Elín Albertsdóttir skrifar 24. júlí 2018 08:00 Ólafur Arnarson er gjörbreyttur maður eftir að hann missti heila líkamsþyngd eða 53 kíló á einu ári. Fréttablaðið/sigtryggur Ólafur Arnarson segist lengi hafa barist við ofþyngd og prófað alls kyns kúra með misjöfnum árangri. „Ég prófaði lágkolvetnakúrinn tvisvar. Hann losaði mig einu sinni við 18-20 kíló sem komu síðan tvöfalt til baka með vöxtum. Þetta var eins og að leggja inn á verðtryggðan reikning,“ segir hann. „Ég átti orðið erfitt með gang og var mæðinn. Sonur minn sem starfar hjá Decode skráði mig í heilsufarsrannsókn í Turninum í Kópavogi. Ég kom vel út úr þeirri rannsókn að öðru leyti en því að ég var allt of þungur auk þess sem þrekið var ekki nægilega gott. Ég fór því í áframhaldandi rannsókn hjá hjartalækni sem sendi mig í hjartaþræðingu. Hún reyndist óþörf þar sem ég var með hreinar kransæðar,“ útskýrir Ólafur. „Mögulega var ég búinn að belgja magann svo mikið út að hann var farinn að þrýsta á þindina sem skapaði mæðina,“ bætir hann við.Vinur hafði áhrif Ólafur segist hafa hitt gamlan vin á förnum vegi sem leit afskaplega vel út, grannur og spengilegur. „Hann var áður í svipuðu ástandi og ég. Vinur minn sagðist hafa farið til Auðuns Sigurðssonar læknis í magaermaraðgerð og mælti sterklega með henni. Sagðist hafa öðlast nýtt líf eftir aðgerðina. Það er stór ákvörðun að fara í svona aðgerð og ég hugsaði mig vel um áður en ég ákvað að fara þessa leið. Ég ræddi málið við fjölskyldu mína sem studdi mig hundrað prósent. Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning meðan farið er í gegnum þetta ferli,“ segir Ólafur. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75-80% og hefur reynst árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast. Þó er mælt með að eftir aðgerð borði fólk skynsamlega og hreyfi sig reglulega. Auðun Sigurðsson hefur gert fjölmargar slíkar aðgerðir bæði hér á landi og í Bretlandi þar sem hann starfaði sem yfirlæknir í meira en þrjá áratugi. „Aðgerðin var gerð á sjúkrahúsinu í Keflavík um mánaðamótin maí-júní í fyrra. Ég hafði verið reglulega á megrunarkúrum nánast frá því ég var stúdent. Ekki veit ég hvernig ég hefði litið út hefði ég ekki alltaf verið á þessum kúrum,“ segir Ólafur léttur í bragði. „Sumir kúrar gengu ágætlega en maður endist ekki í þannig kúrum. Ég byrjaði að bæta á mig kílóum hægt og rólega eftir tvítugt. Þetta gerist rólega og kemur aftan að manni. Einn daginn stendur maður síðan frammi fyrir óleysanlegu vandamáli,“ útskýrir Ólafur.Þessi mynd var tekin af Ólafi stuttu áður en hann fór í aðgerðina.Vísir/StefánEkki útlitsdýrkun Þyngdin var farin að há honum mikið í daglegu lífi. „Þótt ég væri ágætur til heilsunnar samkvæmt rannsókninni, var hvorki með sykursýki né stoðkerfisvandamál, var ég að setja heilsu mína í mikla hættu vegna ofþyngdarinnar. Læknirinn benti mér á að heilsa mín gæti breyst mikið til hins verra á næstu árum ef ég gerði ekkert í mínum málum,“ segir hann. „Einn fylgifiskur ofþyngdar eru fatakaup. Fitubollur labba ekkert inn í næstu herrafataverslun og kaupa sér jakkaföt sem passa. Svo lítur maður bara ekkert sérstaklega vel út svona feitur,“ segir Ólafur hreinskilningslega og bætir við að hann aðhyllist sannarlega ekki einhverja útlitsdýrkun. „Magaaðgerðir eru fjarri lagi gerðar vegna útlits. Staðreyndin er sú að ofþyngd er ógnun við heilsuna. Ekki bara eigin heilsu heldur samfélagið í heild. Fólk sem missir heilsuna vegna ofþyngdar, sem er reyndar talsvert algengt, skapar mikið álag á heilbrigðiskerfið.“ Lífsgæðin hafa batnað Ólafur segist hafa verið búinn að átta sig á því að líkamsrækt ein og sér er ekki nægileg til að létta sig. „Mataræðið skiptir öllu máli. Líkamsrækt er síðan góð leið til að koma sér í gott form. Eftir aðgerðina léttist ég hratt og fann strax hvernig líðan mín breyttist til hins betra. Vissulega var stór ákvörðun að leggjast undir hnífinn. Sú hugsun hvarflaði að mér að það væri aumingjaskapur að fara þessa leið. Ég hef skipt um skoðun. Lífsgæði mín hafa stórbatnað. Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku. Labba mikið um miðbæinn þar sem ég bý og öll mín líðan er miklu betri. Ég sef betur, mæðin er horfin og á allan hátt hefur aðgerðin gjörbreytt lífi mínu. Ég var 141 kíló þegar ég fór í aðgerðin. Í dag er ég 88 kíló,“ segir hann.Ólafur var mjög mæðinn og átti erfitt með gang. Núna fer hann í líkamsrækt mörgum sinnum í viku og gengur þar að auki mikiðFréttablaðið/sigtryggurStundaði frístundaát „Ég borðaði allt of mikið og gjarnan á milli mála. Ég kallaði þetta frístundaát, var alltaf að narta. Ég borðaði hollan mat heima en á vinnutíma voru þetta samlokur, hamborgarar, gos og þess háttar óhollusta. Mér finnst gaman að elda góðan mat, grilla góða steik og þess háttar. Eftir svona aðgerð þarf að taka því rólega og vera eingöngu á fljótandi fæði í tvær vikur og síðan á mjúku fæði næstu fjórar vikur. Á þeim tíma lá ég yfir alls konar kokkaþáttum í sjónvarpinu sem mér fannst mjög skemmtilegt.“ „Áhugi á eldamennsku hefur aukist þótt ég borði bara brot að því sem ég gerði áður. Ég verð fljótt saddur og sakna einskis frá fyrra líferni. Núna finnst mér gaman að elda rétti sem tekur tíma að undirbúa og vinna frá grunni. Maður fær ströng fyrirmæli um mataræði eftir aðgerðina og ég hef fylgt þeim í einu og öllu með góðum árangri. Ég fékk góða eftirfylgni þar sem fylgst var með mér ásamt hvatningu. Ef ég stæði frammi fyrir því í dag að fara í svona aðgerð vitandi hvernig þetta gengur allt fyrir sig myndi ég ekki hika við það. Ég myndi fara í þessa aðgerð,“ segir Ólafur Breyttur maður Ólafur, sem var kosinn formaður Neytendasamtakanna haustið 2016, var talsvert í kastljósi fjölmiðla á síðasta ári vegna ágreinings við meirihluta stjórnar samtakanna. Vegna þessa ósættis sagði hann af sér embætti fyrir rúmu ári og hefur verið að sinna ráðgjafarstörfum auk þess sem hann er að vinna sjónvarpsþætti um heilbrigði, lífsstíl og fleira sem sýndir verða á Hringbraut í haust. Það verður nýr og breyttur maður sem birtist á skjánum í haust en Ólafur hefur nokkrum sinnum á undanförnu ári þurft að kynna sig fyrir fólki sem hann þekkti vel. „Margir þekkja mig ekki núna en ég er sáttur við þessa breytingu. Ég hef fengið nýtt og betra líf,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Ólafur Arnarson segist lengi hafa barist við ofþyngd og prófað alls kyns kúra með misjöfnum árangri. „Ég prófaði lágkolvetnakúrinn tvisvar. Hann losaði mig einu sinni við 18-20 kíló sem komu síðan tvöfalt til baka með vöxtum. Þetta var eins og að leggja inn á verðtryggðan reikning,“ segir hann. „Ég átti orðið erfitt með gang og var mæðinn. Sonur minn sem starfar hjá Decode skráði mig í heilsufarsrannsókn í Turninum í Kópavogi. Ég kom vel út úr þeirri rannsókn að öðru leyti en því að ég var allt of þungur auk þess sem þrekið var ekki nægilega gott. Ég fór því í áframhaldandi rannsókn hjá hjartalækni sem sendi mig í hjartaþræðingu. Hún reyndist óþörf þar sem ég var með hreinar kransæðar,“ útskýrir Ólafur. „Mögulega var ég búinn að belgja magann svo mikið út að hann var farinn að þrýsta á þindina sem skapaði mæðina,“ bætir hann við.Vinur hafði áhrif Ólafur segist hafa hitt gamlan vin á förnum vegi sem leit afskaplega vel út, grannur og spengilegur. „Hann var áður í svipuðu ástandi og ég. Vinur minn sagðist hafa farið til Auðuns Sigurðssonar læknis í magaermaraðgerð og mælti sterklega með henni. Sagðist hafa öðlast nýtt líf eftir aðgerðina. Það er stór ákvörðun að fara í svona aðgerð og ég hugsaði mig vel um áður en ég ákvað að fara þessa leið. Ég ræddi málið við fjölskyldu mína sem studdi mig hundrað prósent. Það er mjög mikilvægt að hafa stuðning meðan farið er í gegnum þetta ferli,“ segir Ólafur. Magaermaraðgerð minnkar magann um 75-80% og hefur reynst árangursrík aðferð til að hjálpa fólki að léttast. Þó er mælt með að eftir aðgerð borði fólk skynsamlega og hreyfi sig reglulega. Auðun Sigurðsson hefur gert fjölmargar slíkar aðgerðir bæði hér á landi og í Bretlandi þar sem hann starfaði sem yfirlæknir í meira en þrjá áratugi. „Aðgerðin var gerð á sjúkrahúsinu í Keflavík um mánaðamótin maí-júní í fyrra. Ég hafði verið reglulega á megrunarkúrum nánast frá því ég var stúdent. Ekki veit ég hvernig ég hefði litið út hefði ég ekki alltaf verið á þessum kúrum,“ segir Ólafur léttur í bragði. „Sumir kúrar gengu ágætlega en maður endist ekki í þannig kúrum. Ég byrjaði að bæta á mig kílóum hægt og rólega eftir tvítugt. Þetta gerist rólega og kemur aftan að manni. Einn daginn stendur maður síðan frammi fyrir óleysanlegu vandamáli,“ útskýrir Ólafur.Þessi mynd var tekin af Ólafi stuttu áður en hann fór í aðgerðina.Vísir/StefánEkki útlitsdýrkun Þyngdin var farin að há honum mikið í daglegu lífi. „Þótt ég væri ágætur til heilsunnar samkvæmt rannsókninni, var hvorki með sykursýki né stoðkerfisvandamál, var ég að setja heilsu mína í mikla hættu vegna ofþyngdarinnar. Læknirinn benti mér á að heilsa mín gæti breyst mikið til hins verra á næstu árum ef ég gerði ekkert í mínum málum,“ segir hann. „Einn fylgifiskur ofþyngdar eru fatakaup. Fitubollur labba ekkert inn í næstu herrafataverslun og kaupa sér jakkaföt sem passa. Svo lítur maður bara ekkert sérstaklega vel út svona feitur,“ segir Ólafur hreinskilningslega og bætir við að hann aðhyllist sannarlega ekki einhverja útlitsdýrkun. „Magaaðgerðir eru fjarri lagi gerðar vegna útlits. Staðreyndin er sú að ofþyngd er ógnun við heilsuna. Ekki bara eigin heilsu heldur samfélagið í heild. Fólk sem missir heilsuna vegna ofþyngdar, sem er reyndar talsvert algengt, skapar mikið álag á heilbrigðiskerfið.“ Lífsgæðin hafa batnað Ólafur segist hafa verið búinn að átta sig á því að líkamsrækt ein og sér er ekki nægileg til að létta sig. „Mataræðið skiptir öllu máli. Líkamsrækt er síðan góð leið til að koma sér í gott form. Eftir aðgerðina léttist ég hratt og fann strax hvernig líðan mín breyttist til hins betra. Vissulega var stór ákvörðun að leggjast undir hnífinn. Sú hugsun hvarflaði að mér að það væri aumingjaskapur að fara þessa leið. Ég hef skipt um skoðun. Lífsgæði mín hafa stórbatnað. Ég stunda líkamsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku. Labba mikið um miðbæinn þar sem ég bý og öll mín líðan er miklu betri. Ég sef betur, mæðin er horfin og á allan hátt hefur aðgerðin gjörbreytt lífi mínu. Ég var 141 kíló þegar ég fór í aðgerðin. Í dag er ég 88 kíló,“ segir hann.Ólafur var mjög mæðinn og átti erfitt með gang. Núna fer hann í líkamsrækt mörgum sinnum í viku og gengur þar að auki mikiðFréttablaðið/sigtryggurStundaði frístundaát „Ég borðaði allt of mikið og gjarnan á milli mála. Ég kallaði þetta frístundaát, var alltaf að narta. Ég borðaði hollan mat heima en á vinnutíma voru þetta samlokur, hamborgarar, gos og þess háttar óhollusta. Mér finnst gaman að elda góðan mat, grilla góða steik og þess háttar. Eftir svona aðgerð þarf að taka því rólega og vera eingöngu á fljótandi fæði í tvær vikur og síðan á mjúku fæði næstu fjórar vikur. Á þeim tíma lá ég yfir alls konar kokkaþáttum í sjónvarpinu sem mér fannst mjög skemmtilegt.“ „Áhugi á eldamennsku hefur aukist þótt ég borði bara brot að því sem ég gerði áður. Ég verð fljótt saddur og sakna einskis frá fyrra líferni. Núna finnst mér gaman að elda rétti sem tekur tíma að undirbúa og vinna frá grunni. Maður fær ströng fyrirmæli um mataræði eftir aðgerðina og ég hef fylgt þeim í einu og öllu með góðum árangri. Ég fékk góða eftirfylgni þar sem fylgst var með mér ásamt hvatningu. Ef ég stæði frammi fyrir því í dag að fara í svona aðgerð vitandi hvernig þetta gengur allt fyrir sig myndi ég ekki hika við það. Ég myndi fara í þessa aðgerð,“ segir Ólafur Breyttur maður Ólafur, sem var kosinn formaður Neytendasamtakanna haustið 2016, var talsvert í kastljósi fjölmiðla á síðasta ári vegna ágreinings við meirihluta stjórnar samtakanna. Vegna þessa ósættis sagði hann af sér embætti fyrir rúmu ári og hefur verið að sinna ráðgjafarstörfum auk þess sem hann er að vinna sjónvarpsþætti um heilbrigði, lífsstíl og fleira sem sýndir verða á Hringbraut í haust. Það verður nýr og breyttur maður sem birtist á skjánum í haust en Ólafur hefur nokkrum sinnum á undanförnu ári þurft að kynna sig fyrir fólki sem hann þekkti vel. „Margir þekkja mig ekki núna en ég er sáttur við þessa breytingu. Ég hef fengið nýtt og betra líf,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira