Eysteinn Húni: Megum ekki fara í neina sjálfsvorkunn Smári Jökull Jónsson skrifar 23. júlí 2018 21:45 Keflavík hefur ekki enn unnið leik í Pepsi-deildinni. vísir/bára „Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og óþolandi en ég verð að taka ábyrgðina á þessu. Ég ákvað að keyra inn í leikinn, fara ofar með liðið og í byrjun leiks fáum við tækifæri. Ef við hefðum skorað þá hefði þetta verið breyttur leikur,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 tap liðsins gegn nágrönnunum í Grindavík í Pepsi-deildinni í kvöld. Keflavík byrjaði ágætlega en eftir að Grindvíkingar komust yfir virtust Keflvíkingar svolítið missa trúna á að þeir gætu unnið sig til baka inn í leikinn. „Mörkin draga dálítið úr okkur og markið í byrjun seinni hálfleiks nánast drepur okkur. Við megum ekki láta það gerast, sama hvernig staðan er þá verðum við að halda áfram að þjappa okkur saman og hafa góð áhrif á hvorn annan,“ bætti Eysteinn við en Keflavík hefur ekki unnið leik í sumar og ekki skorað mark síðan 4.júní. „Það þarf hrikalega sterk bein til að standa í þessu og er ekkert fyrir hvern sem er. Það er allavega engin uppgjöf í mér og við förum yfir þetta á morgun og stefnum á að gera betur í þessum leik.“ Þetta var annar leikurinn sem Eysteinn stjórnar eftir að hann tók við sem þjálfari af Guðlaugi Baldurssyni. Hverju hefur hann helst verið að vinna í hjá liðinu eftir að hann tók við? „Það er hugarfarið hjá mönnum fyrst og fremst. Koma því í gang að menn missi ekki trúna og að þeir sjái að það séu leiðir til að vinna leikina. Þær eru til staðar þó við höfum steinlegið í dag, þetta er ekki vonlaust.“ Það var fínasta mæting á leikinn í dag og ekki síst hjá stuðningsmönnum Keflavíkur sem virðast síður en svo vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir dapurt gengi liðsins. „Ég á varla orð yfir okkar stuðningsmenn að þeir skuli ennþá standa með okkur, mæta svona margir og vera að hvetja hér í lokin. Það sýnir gríðarlegan karakter. Við megum náttúrulega ekki fara í neina sjálfsvorkunn því við þurfum að þjappa okkur saman og vinna þetta saman.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Tiger Woods sleit hásin Golf Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Sport Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Keflavík 3-0 | Hrakfarir Keflavíkur halda áfram Grindavík er komið aftur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deildinni í kvöld. Sigurinn var kærkominn eftir þrjá tapleiki í röð en Keflvíkingar eiga enn eftir að vinna sigur á tímabilinu. 23. júlí 2018 22:30