Verðhækkanir framundan hjá IKEA Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 12:30 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, segir ákveðin kaflaskipti framundan hjá fyrirtækinu. Vísir Eftir þrjár verðlækkanir á síðasta rekstrarári sér IKEA á Íslandi fram á að þurfa að hækka vöruverð á næstunni. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, er yfirstandandi rekstrarár fyrirtækisins „hálfdrættingur“ í samanburði við fyrra ár, sem bar með sér hagnað upp á 982,5 milljónir króna.Greint var frá því á dögunum að síðasta rekstrarár, frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, hafi verið IKEA einkar hagstætt. Sölutekjurnar hafi numið um 10,3 milljörðum króna og jukust þær um næstum 1,4 milljarða frá sama tímabili árið á undan. Þórarinn segir í samtali við Vísi að nokkrir þættir skýri þessa gríðalegu velgengni á síðasta rekstraári. Til að mynda hafi krónan styrkst mjög í upphafi tímabilsins. Athygli vakti þegar Þórarinn sagði í fyrra að hagnaður IKEA væri „fullmikill“ og því hafi fyrirtækið reynt að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð „hraustlega“ - alls þrisvar sinnum á fyrrnefndu tímabili.Ikea í Kauptúni.Vísir/ErnirStóraukin velta kom á óvart Verðlækkanirnar urðu til þess, að sögn Þórarins, að viðskipti IKEA jukust mjög mikið. „Langt umfram það sem lækkunin gaf tilefni til,“ útskýrir Þórarinn. Sala fyrirtækisins, sem mæld er í rúmmetrum, hafi því aukist hratt. Það sem gerist við þær aðstæður er að hagkvæmnin eykst mikið; meðfram lægri lagerkostnaði, betri tímanýtingu starfólks og stóraukinni veltu. Það varð til þess að auka hagnaðinn enn frekar. Þriðja verðlækkunin átti sér stað í júní 2017 sem Þórarinn segir að hafi, eftir á að hyggja, verið eilítið misráðin lækkun enda hafi krónan byrjað að veikjast aftur skömmu eftir lækkunina. Veikingin sé ein helsta ástæða þess að yfirstandandi rekstrarár, sem lýkur 31. ágúst næstkomandi, verður ekki hálfdrættingur á við fyrra ár sem fyrr segir. Þórarinn segir að það sé „í sjálfu sér það sem við ætluðum að gera. Fyrirtæki eins og IKEA á ekki að vera með þennan hagnað. Þó svo að það sé fínt að hagnast þá er það ekki það sem þetta fyrirtæki stendur fyrir.“ Því muni næsti ársreikningur IKEA bera það með sér að fyrirtækið „sé á eðlilegri stað,“ eins og Þórarinn orðar það. Af þeim sökum sjá forsvarsmenn IKEA ekki verðlækkanir í kortunum á næsta ári. Fyrirtækið muni þurfa að bregðast við breyttum ytri aðstæðum með verðhækkunum. „Því miður. Við hækkuðum síðast verð 2012, síðan þá höfum við verið að lækka verðið stöðugt. Fólk sem heldur upp á vörulista IKEA síðustu ára ætti að geta staðfest það.“Þórarinn segir of snemmt að segja til um nákvæma prósentuhækkun.Vísir/HAGNæsti vörulisti muni þó bera með sér hækkanir. „Nema krónan fari aftur að styrkjast, sem er nú ekki útlit fyrir að manni sýnist,“ segir Þórarinn. Því séu „smávægilegar hækkanir í vændum,“ að sögn Þórarins, sem segir að það sé þó of snemmt að segja til um nákvæma prósentuhækkun. „Þetta verða hógværar hækkanir.“ Þórarinn segir að það hljóti að vera einsdæmi í viðskiptasögu Íslands að fyrirtæki hafi ekki hækkað verð í fimm ár - heldur þvert á móti lækkað verðið. Nú verði hins vegar, „því miður,“ breytingar þar á.Stolt af starfsmannastefnunni Þórarinn segir að það séu ekki aðeins viðskiptavinir og eigendur fyrirtækisins, sem fengu rúmlega 500 milljón króna arðgreiðslu á síðasta ári, sem hafi fengið að njóta velgengi IKEA. Starfsmenn fyrirtækisins, sem fjölgaði lítillega á síðasta rekstrarári, hafi einnig uppskorið ágætlega í formi „13. mánaðarins,“ sem greiddur var út undir lok síðasta rekstarárs. Launauppbótin hafi kostað IKEA rúmlega 200 milljónir króna. Þá gengur bygging íbúða fyrirtækisins, sem sérstaklega voru reistar fyrir starfsmenn IKEA, vel að sögn Þórarins. Hann segir að fyrirtækið fái íbúðirnar 34 afhentar í október og þá hefji IKEA sína innréttingarvinnu. Hann áætlar að flutt verði inn í fyrstu íbúðirnar í lok næsta árs. „Þegar maður horfir yfir sviðið þá getur maður verið ánægður með að lækka verð til viðskiptavinanna, gert mjög vel við starfsfólkið sitt og greitt eigendum góðan arð.“ IKEA Neytendur Tengdar fréttir Framlegð IKEA hefur snaraukist Þrátt fyrir miklar verðlækkanir hefur hagnaður IKEA aukist um 222 prósent á síðustu sex árum. Framkvæmdastjórinn segir að hagnaður verslunarinnar hafi verið "fullmikill“. 15. júní 2017 07:00 Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Stofnandi IKEA lést á dögunum og við þau tímamót lék Vísi forvitni á að vita hverjar væru vinsælustu vörur fyrirtækisins hér á landi. 5. febrúar 2018 12:00 Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Velta IKEA á Íslandi nam um tíu og hálfum milljarði á síðasta rekstrarári fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður upp á rúmar 1.200 milljónir króna sem er aukning um 24 prósent. Hafa aldrei selt meira af veitingum en í síðustu viku. 7. desember 2017 06:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Eftir þrjár verðlækkanir á síðasta rekstrarári sér IKEA á Íslandi fram á að þurfa að hækka vöruverð á næstunni. Að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, er yfirstandandi rekstrarár fyrirtækisins „hálfdrættingur“ í samanburði við fyrra ár, sem bar með sér hagnað upp á 982,5 milljónir króna.Greint var frá því á dögunum að síðasta rekstrarár, frá 1. september 2016 til 31. ágúst 2017, hafi verið IKEA einkar hagstætt. Sölutekjurnar hafi numið um 10,3 milljörðum króna og jukust þær um næstum 1,4 milljarða frá sama tímabili árið á undan. Þórarinn segir í samtali við Vísi að nokkrir þættir skýri þessa gríðalegu velgengni á síðasta rekstraári. Til að mynda hafi krónan styrkst mjög í upphafi tímabilsins. Athygli vakti þegar Þórarinn sagði í fyrra að hagnaður IKEA væri „fullmikill“ og því hafi fyrirtækið reynt að „vinda ofan af“ stöðunni með því að lækka vöruverð „hraustlega“ - alls þrisvar sinnum á fyrrnefndu tímabili.Ikea í Kauptúni.Vísir/ErnirStóraukin velta kom á óvart Verðlækkanirnar urðu til þess, að sögn Þórarins, að viðskipti IKEA jukust mjög mikið. „Langt umfram það sem lækkunin gaf tilefni til,“ útskýrir Þórarinn. Sala fyrirtækisins, sem mæld er í rúmmetrum, hafi því aukist hratt. Það sem gerist við þær aðstæður er að hagkvæmnin eykst mikið; meðfram lægri lagerkostnaði, betri tímanýtingu starfólks og stóraukinni veltu. Það varð til þess að auka hagnaðinn enn frekar. Þriðja verðlækkunin átti sér stað í júní 2017 sem Þórarinn segir að hafi, eftir á að hyggja, verið eilítið misráðin lækkun enda hafi krónan byrjað að veikjast aftur skömmu eftir lækkunina. Veikingin sé ein helsta ástæða þess að yfirstandandi rekstrarár, sem lýkur 31. ágúst næstkomandi, verður ekki hálfdrættingur á við fyrra ár sem fyrr segir. Þórarinn segir að það sé „í sjálfu sér það sem við ætluðum að gera. Fyrirtæki eins og IKEA á ekki að vera með þennan hagnað. Þó svo að það sé fínt að hagnast þá er það ekki það sem þetta fyrirtæki stendur fyrir.“ Því muni næsti ársreikningur IKEA bera það með sér að fyrirtækið „sé á eðlilegri stað,“ eins og Þórarinn orðar það. Af þeim sökum sjá forsvarsmenn IKEA ekki verðlækkanir í kortunum á næsta ári. Fyrirtækið muni þurfa að bregðast við breyttum ytri aðstæðum með verðhækkunum. „Því miður. Við hækkuðum síðast verð 2012, síðan þá höfum við verið að lækka verðið stöðugt. Fólk sem heldur upp á vörulista IKEA síðustu ára ætti að geta staðfest það.“Þórarinn segir of snemmt að segja til um nákvæma prósentuhækkun.Vísir/HAGNæsti vörulisti muni þó bera með sér hækkanir. „Nema krónan fari aftur að styrkjast, sem er nú ekki útlit fyrir að manni sýnist,“ segir Þórarinn. Því séu „smávægilegar hækkanir í vændum,“ að sögn Þórarins, sem segir að það sé þó of snemmt að segja til um nákvæma prósentuhækkun. „Þetta verða hógværar hækkanir.“ Þórarinn segir að það hljóti að vera einsdæmi í viðskiptasögu Íslands að fyrirtæki hafi ekki hækkað verð í fimm ár - heldur þvert á móti lækkað verðið. Nú verði hins vegar, „því miður,“ breytingar þar á.Stolt af starfsmannastefnunni Þórarinn segir að það séu ekki aðeins viðskiptavinir og eigendur fyrirtækisins, sem fengu rúmlega 500 milljón króna arðgreiðslu á síðasta ári, sem hafi fengið að njóta velgengi IKEA. Starfsmenn fyrirtækisins, sem fjölgaði lítillega á síðasta rekstrarári, hafi einnig uppskorið ágætlega í formi „13. mánaðarins,“ sem greiddur var út undir lok síðasta rekstarárs. Launauppbótin hafi kostað IKEA rúmlega 200 milljónir króna. Þá gengur bygging íbúða fyrirtækisins, sem sérstaklega voru reistar fyrir starfsmenn IKEA, vel að sögn Þórarins. Hann segir að fyrirtækið fái íbúðirnar 34 afhentar í október og þá hefji IKEA sína innréttingarvinnu. Hann áætlar að flutt verði inn í fyrstu íbúðirnar í lok næsta árs. „Þegar maður horfir yfir sviðið þá getur maður verið ánægður með að lækka verð til viðskiptavinanna, gert mjög vel við starfsfólkið sitt og greitt eigendum góðan arð.“
IKEA Neytendur Tengdar fréttir Framlegð IKEA hefur snaraukist Þrátt fyrir miklar verðlækkanir hefur hagnaður IKEA aukist um 222 prósent á síðustu sex árum. Framkvæmdastjórinn segir að hagnaður verslunarinnar hafi verið "fullmikill“. 15. júní 2017 07:00 Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Stofnandi IKEA lést á dögunum og við þau tímamót lék Vísi forvitni á að vita hverjar væru vinsælustu vörur fyrirtækisins hér á landi. 5. febrúar 2018 12:00 Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Velta IKEA á Íslandi nam um tíu og hálfum milljarði á síðasta rekstrarári fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður upp á rúmar 1.200 milljónir króna sem er aukning um 24 prósent. Hafa aldrei selt meira af veitingum en í síðustu viku. 7. desember 2017 06:00 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Sjá meira
Framlegð IKEA hefur snaraukist Þrátt fyrir miklar verðlækkanir hefur hagnaður IKEA aukist um 222 prósent á síðustu sex árum. Framkvæmdastjórinn segir að hagnaður verslunarinnar hafi verið "fullmikill“. 15. júní 2017 07:00
Vinsælustu vörur IKEA á Íslandi: Landinn sólginn í pizzadeigið Stofnandi IKEA lést á dögunum og við þau tímamót lék Vísi forvitni á að vita hverjar væru vinsælustu vörur fyrirtækisins hér á landi. 5. febrúar 2018 12:00
Sala og afkoma IKEA aldrei verið betri Velta IKEA á Íslandi nam um tíu og hálfum milljarði á síðasta rekstrarári fyrirtækisins. Rekstrarhagnaður upp á rúmar 1.200 milljónir króna sem er aukning um 24 prósent. Hafa aldrei selt meira af veitingum en í síðustu viku. 7. desember 2017 06:00