Kári neitar því að um „leikrit“ hafi verið að ræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2018 08:23 Kári Árnason tekur eitt tímabil í viðbót í atvinnumennskunni. Vísir/Getty Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Kári Árnason, landsliðsmiðvörður í fótbolta, snýr ekki aftur í Víkingsliðið í Pepsi-deildinni á þessari leiktíð en hann er á leiðinni til Tyrklands þar sem hann spilar á næsta tímabili í Evrópuboltanum. Liðið sem um ræðir er í B-deildinni í Tyrklandi, samkvæmt heimildum Vísis, en ekki hefur fengið uppgefið við hvaða lið Kári er að semja. Miðvörðurinn 35 ára gamli samdi við uppeldisfélagið sitt Víking í maí og fékk leikheimild áður en að hann fór til móts við landsliðið og spilaði á HM í Rússlandi. Hann ætlaði að snúa aftur eftir heimsmeistaramótið en ekkert varð af því. Til stóð að Kári myndi spila leik Víkings gegn Keflavík í Pepsi-deildinni á dögunum en hann meiddist á kálfa á æfingu daginn fyrir leikinn sem varð til þess að hann missti bæði af leiknum gegn Keflavík og bikarleiknum gegn Ólafsvíkingum. Þegar það fór að dragast á langinn að Kári spilaði með Víkingum eftir endurkomuna var farið að ræða á samfélagsmiðlum um að þetta væri leikrit hjá Víkingum og Kára, það stæði í raun og veru ekki til að hann myndi spila með Fossvogsliðinu á þessari leiktíð. „Ég var búinn að gera mig tilbúinn að spila fyrir Víkinga en svo meiddist ég í kálfa. Fólk hélt því fram að þetta væri leikrit til að ég gæti farið út en svo er alls ekki,“ segir Kári í viðtali við Morgunblaðið í dag. Kári ætlar sér að spila í rauðu og svörtu treyjunni áður en að ferlinum lýkur en það verður að bíða þar til á næstu leiktíð. „Ég er Víkingur í húð og hár og ég myndi aldrei viljandi sleppa því að spila leik. Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar,“ segir Kári Árnason.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30 Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Kári mun ekki leika með Víkingi - Á leið til Tyrklands Víkingur Reykjavík hefur staðfest að Kári Árnason muni ekki leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar. 22. júlí 2018 15:51
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Víkingur 4-1 | Valur rúllaði yfir Víking Valur lengi í engum vandræðum með heita Víkinga á Hlíðarenda. 22. júlí 2018 19:30
Logi: Óskum Kára góðs gengis Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, þurfti að horfa upp á lið sitt fá skell í dag gegn toppliði Vals í kvöld er hans menn töpuðu 4-1. Ekki nóg með það heldur fóru tveir menn Víkings út af vellinum meiddir áður en fyrri hálfleikur var hálfnaður. 22. júlí 2018 18:31