Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 06:44 Donald Trump með þjóðaröryggisráðgjafa sínum John Bolton sem hefur meðal annars talað fyrir stríði við Íran. Vísir/afp Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. Í ræðu sinni gagnrýndi Rouhani Bandaríkin og varaði stjórnvöld í Washington við því að grafa enn frekar undan sambandi ríkjanna. Fari svo að til átaka komi milli Írans og Bandaríkjanna verði það „stríð allra stríða,“ fordæmalausar blóðsúthellingar. Ræðan fór ekki framhjá Donald Trump sem skrifaði beint til Íransforseta á Twitter-síðu sinni í nótt. Tíst forsetans var allt í hástöfum og ljóst að Trump var mikið niðri fyrir. Í tístinu segir Trump meðal annars að Íran skuli ekki dirfast að hóta Bandaríkjunum aftur, annars muni ríkið þurfa að upplifa afleiðingar sem eigi sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Bandaríkin eru ekki ríki sem muni sitja undir slíkum hótunum þegjandi og hljóðalaust. „Farið varlega!“ skrifar Bandaríkjaforseti.To Iranian President Rouhani: NEVER, EVER THREATEN THE UNITED STATES AGAIN OR YOU WILL SUFFER CONSEQUENCES THE LIKES OF WHICH FEW THROUGHOUT HISTORY HAVE EVER SUFFERED BEFORE. WE ARE NO LONGER A COUNTRY THAT WILL STAND FOR YOUR DEMENTED WORDS OF VIOLENCE & DEATH. BE CAUTIOUS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2018 Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað hratt á síðustu mánuðum eða allt frá því að Trump dró stjórnvöld sín út úr kjarnorkusamningnum við Íran. Samningurinn, sem gerður var í stjórnartíð Obama með aðkomu annarra stórvelda og Evrópusambandsins, var talinn mikið afrek á sínum tíma og varð til þess að viðskiptaþvingunum var aflétt af Írönum sem á móti drógu úr kjarnorkuframleiðslu sinni. Það hefur þó ekki verið mikill sáttatónn í yfirlýsingum bandarískra embættismanna að undanförnu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á dögunum að írönsk stjórnvöld væru mafía sem hefðu rakað að sé auðæfum á meðan þjóðin ætti varla til hnífs og skeiðar. Þar að auki væru trúarlegir leiðtogar Írans „heilagir hræsnarar.“ John Bolton, einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, er einnig opinber talsmaður þess að Bandríkjaher geri innrás í Íran og velti núverandi stjórnvöldum úr sessi. Í ræðu sinni í nótt ávarpaði Íransforseti Trump og sagði að sá bandaríski ætti ekki að leika sér að „hala ljónsins,“ það muni aðeins leiða til eftirsjár. „Bandaríkin ættu að átta sig á að friður við Íran er friður allra friða, og stríð við Íran yrði stríð allra stríða,“ bætti Rouhani við. Hinar nýju viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa lagt á Íran munu taka gildi 4. ágúst næstkomandi. Fréttaskýrendur óttast að ef þvinganirnar muni hafa lamandi áhrif á íranskan efnahag kunni það að ýta undir herskáar yfirlýsingar frá stjórnvöldum í Teheran. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. Í ræðu sinni gagnrýndi Rouhani Bandaríkin og varaði stjórnvöld í Washington við því að grafa enn frekar undan sambandi ríkjanna. Fari svo að til átaka komi milli Írans og Bandaríkjanna verði það „stríð allra stríða,“ fordæmalausar blóðsúthellingar. Ræðan fór ekki framhjá Donald Trump sem skrifaði beint til Íransforseta á Twitter-síðu sinni í nótt. Tíst forsetans var allt í hástöfum og ljóst að Trump var mikið niðri fyrir. Í tístinu segir Trump meðal annars að Íran skuli ekki dirfast að hóta Bandaríkjunum aftur, annars muni ríkið þurfa að upplifa afleiðingar sem eigi sér enga hliðstæðu í mannkynssögunni. Bandaríkin eru ekki ríki sem muni sitja undir slíkum hótunum þegjandi og hljóðalaust. „Farið varlega!“ skrifar Bandaríkjaforseti.To Iranian President Rouhani: NEVER, EVER THREATEN THE UNITED STATES AGAIN OR YOU WILL SUFFER CONSEQUENCES THE LIKES OF WHICH FEW THROUGHOUT HISTORY HAVE EVER SUFFERED BEFORE. WE ARE NO LONGER A COUNTRY THAT WILL STAND FOR YOUR DEMENTED WORDS OF VIOLENCE & DEATH. BE CAUTIOUS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 23, 2018 Samband Írans og Bandaríkjanna hefur versnað hratt á síðustu mánuðum eða allt frá því að Trump dró stjórnvöld sín út úr kjarnorkusamningnum við Íran. Samningurinn, sem gerður var í stjórnartíð Obama með aðkomu annarra stórvelda og Evrópusambandsins, var talinn mikið afrek á sínum tíma og varð til þess að viðskiptaþvingunum var aflétt af Írönum sem á móti drógu úr kjarnorkuframleiðslu sinni. Það hefur þó ekki verið mikill sáttatónn í yfirlýsingum bandarískra embættismanna að undanförnu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á dögunum að írönsk stjórnvöld væru mafía sem hefðu rakað að sé auðæfum á meðan þjóðin ætti varla til hnífs og skeiðar. Þar að auki væru trúarlegir leiðtogar Írans „heilagir hræsnarar.“ John Bolton, einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta í utanríkismálum, er einnig opinber talsmaður þess að Bandríkjaher geri innrás í Íran og velti núverandi stjórnvöldum úr sessi. Í ræðu sinni í nótt ávarpaði Íransforseti Trump og sagði að sá bandaríski ætti ekki að leika sér að „hala ljónsins,“ það muni aðeins leiða til eftirsjár. „Bandaríkin ættu að átta sig á að friður við Íran er friður allra friða, og stríð við Íran yrði stríð allra stríða,“ bætti Rouhani við. Hinar nýju viðskiptaþvinganir sem Bandaríkin hafa lagt á Íran munu taka gildi 4. ágúst næstkomandi. Fréttaskýrendur óttast að ef þvinganirnar muni hafa lamandi áhrif á íranskan efnahag kunni það að ýta undir herskáar yfirlýsingar frá stjórnvöldum í Teheran.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00 Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45 Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30 „Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46 Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Úranauðgun, kjarnorkugarðyrkja og óttinn við íranskt sveppaský Kjarnorkuáætlun Írans er aftur í fréttum en hver er saga kjarnorkuvopna og hver eru tengsl Írana við þá sögu? Það var jú upphaflega hugmynd Eisenhower Bandaríkjaforseta að kjarnorkuvæða Íran. 6. júní 2018 10:00
Íranir ætla að auka getuna til að auðga úran Líði kjarnorkusamningur heimsveldanna við Íran undir lok ætla stjórnvöld í Teheran að auka getuna til að auðga úran. 5. júní 2018 07:45
Pompeo boðar aðgerðir gegn Íran Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðaði í ræðu sinni aðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Íran. 21. maí 2018 14:30
„Við myndum ekki líða það ef Ísland gerði það sem Íran er að gera“ Mike Pompeo, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna notaði Ísland sem dæmi til þess að verja hertar aðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump gegn Írönum á blaðamannafundi í utanríkisráðuneytinu í gær. 23. maí 2018 22:46
Æðsti leiðtogi Írans hótar að endurvekja kjarnorkuáætlun Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur lagt fram skilyrði fyrir því að viðhalda samningi um kjarnorkuáætlun landsins. 24. maí 2018 09:44