Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júlí 2018 07:00 Ljósmæður og stuðningsmenn hafa látið í sér heyra að undanförnu. Nú er yfirvinnubanni lokið, að minnsta kosti í bili. Forstjóri Landspítalans vonast til að sem flestar ljósmæður dragi uppsagnir sínar til baka. Fréttablaðið/AntonBrink Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Sjá meira
Engin uppsöfnuð þörf er á Landspítalanum eftir að yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst á laugardaginn. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri. „Þjónustan sem um ræðir er mest, eiginlega allt, bráðaþjónusta og þess vegna hefur því verið sinnt sem þurfti að sinna. Með tilfæringum, með útköllum, með því að flytja fólk annað,“ segir Páll. „Það sem hægt var að fresta var það sem við ætluðum að gera í vikunni, sem er sem sagt að hætta að gera 12 vikna ómskoðun en nú verða þær ómskoðanir þannig að það er í rauninni ekki hægt að tala um uppsafnaða þörf. Við náum að veita þá þjónustu, hún mun ekki skerðast,“ segir Páll enn fremur. Yfirvinnubanninu var aflýst á laugardaginn eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í deilu Ljósmæðrafélags Íslands og ríkisins. Fól sú tillaga í sér sambærilegar hækkanir og samningur aðila frá 29. maí síðastliðnum kvað á um og er gildistíminn til 31. mars á næsta ári. Einn helsti ásteytingarsteinninn í deilunni var hvort launasetning stéttarinnar væri í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra og stóð sá ágreiningur í vegi fyrir undirritun kjarasamnings. Tillaga laugardagsins fól í sér að gerðardómi yrði falið að kveða upp úr um það hvort og að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa áhrif á launasetningu stéttarinnar.Páll Matthíasson, forstjóri LandspítalansVísirTil stendur að samningsaðilar greiði atkvæði um tillöguna fyrir hádegi á miðvikudag og verður hún ekki birt öðrum en hlutaðeigandi fyrr en atkvæðagreiðsla hefur farið fram. Í samtali við Fréttablaðið.is á laugardagskvöld sagði Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, að hún væri bjartsýn á framhaldið. Aðspurð hvort hún sé sátt við niðurstöðuna sagði hún: „Ég held að þetta sé niðurstaða sem er eins langt og við höfum komist.“ Katrín sagði þó að verði tillagan ekki samþykkt verði að boða aftur til verkfalls. Tugir ljósmæðra sögðu upp vegna deilunnar. Páll segir að sá hópur skiptist í tvennt. „Annars vegar þær sem eru búnar að segja upp en eru ekki hættar. Við vonum að þær dragi uppsagnir sínar til baka. Hins vegar eru þær sem sögðu upp og eru hættar. Við vonum að sá hópur muni sækja um aftur og koma til vinnu.“ Páll segir að það sé hins vegar þannig í ástandi sem þessu að rót komist á fólk og að einhver hluti skili sér ekki til baka. Það segist hann þekkja úr fyrri reynslu af vinnudeilum. „Það er alltaf áhyggjuefni ef við missum öflugt og vel menntað fagfólk sem hefur menntað sig til mikilvægra starfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir „Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00 Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Sjá meira
„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. 22. júlí 2018 20:00
Samninganefndir náðu sáttum Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. 22. júlí 2018 18:14
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20