Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. júlí 2018 13:20 Svandís Svavarsdóttir segir landspítalann hafa teygt sig í átt að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál. Vísir/Eyþór Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Sjá meira
Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33